Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 94

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 94
94 SKAGFIRÐINGABÓK þess að böndin skærust ekki ofan í torfið. Þessi sig voru eins um báða enda heysins og síðan var raðað grjóti á trén til að þyngja þau nægilega til að standast stórveður. Þegar heyið var fullsigið var farið að „gera í kringum það“. Ef torfið náði ekki niður á tóttarveggina var hlaðið hnausum eða torfuskeklum upp á torfu endana og sama var gert á göflum heysins, ef ekki var þakið fyrir þá þann ig að allt heyið væri byrgt. Þegar farið var að gefa þessi hey á haustin var fyrst gefin geil á milli tóttardyra (á fjárhúsasamstæðum) og síðan þver­ geilar. Á meðan frost var hélst þessi torfþekja uppi, þó búið væri að gefa undan henni, en þegar hlánaði fór hún að síga og varð þá að „spila undir“ torfið með spýtum svo það færi ekki lengra niður en hæfilegt þótti. Það var sérstök list að gefa þessi hey og þurfti að vanda alla umgengni ef ekki átti illa að fara. Svo á vorin, þegar mestallt heyið var búið úr tóttinni og búið að sleppa fé af gjöf, var farið að „taka til tóttanna“, en það þýddi að tína saman alla nýtilega torfuskekla og hlaða þeim í bunka utan við tóttina og geyma til næsta hausts. Spýtur, steinar og sig­ bönd voru líka tekin til handargagns, en ónýtum torfuskeklum ekið í flög og fúaspýtum brennt. Þá var tóttin tilbúin fyrir næsta heyskap. Þannig voru þessir búskaparhættir endalaust strit kynslóðanna frá vöggu til grafar og beygði marga í duftið langt um aldur fram. Þessa vinnuergi fékk ég að reyna á eigin skrokki og sjaldan gafst hvíld, því hvert verkið var látið reka annað ásamt snúningum við kindur, kýr og hross. Varla var um hvíldarstund að ræða yfir sumartím­ ann – vor, sumar og haust. Ég man að Siggi frændi hélt mér óspart til vinnu og öfundaði ég stundum yngri krakk­ ana af að mega leika sér allan daginn, en auðvitað þurftu þau að taka til hend inni þegar þau fóru að geta eitt­ hvað. Mér verður stundum hugsað til þess ara tíma þegar ég les í blöðum eða sé í sjónvarpi lýsingar og fréttir af tómstundagamni nútímafólks á alls­ kyns farartækjum í lofti, á láði og legi, upp um fjöll og firnindi og um allar jarðir og finnst þá stundum að hollara væri að lífskjaramunurinn nú og áður Uppborin heyfúlga, tyrfð og frágengin fyrir veturinn. Eig.: HSk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.