Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 95
95
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
væri ögn minni og jafnari. En allt hef
ur sinn tíma og kannski er þetta bless
aða nútímafólk ekkert sælla en við
vor um, þegar öllu er á botninn hvolft.
Ferming og fermingarundirbúningur
Vorið 1933 tókum við þessi fjögur af
1919 árganginum fullnaðarpróf frá
barnaskóla Rípurhrepps. Þar með var
lokið tilskildu námi samkvæmt þáver
andi fræðslulögum. Og nú var bara
eftir að binda endahnútinn á undir
búninginn fyrir lífið með fermingunn i.
Það var sóknarpresturinn séra Guð
brandur Björnsson í Viðvík sem sá um
þá hlið málsins. Hann húsvitj aði
a.m.k. einu sinni á ári á öllum heimil
um í sókninni og var líka prófdómari í
skólanum. Hann kom líka í skólann
öðru hvoru og setti okk ur fyrir að læra
sálma og ritningargrein ar, sem hann
síðan hlýddi yfir og var því sæmilega
kunnugur okkur og við honum. Og
eftir að skólanum lauk kom um við til
spurninga að Ríp í nokkra daga.
Yfirleitt fór það fram í kirkjunni. Auk
þess að fara yfir sálma og annað náms
efni ræddi hann við okk ur um lífið og
tilveruna og oft á veraldlegum nótum
og lagði okkur lífsreglur, t.d. að forð
ast nautnir eins og vín og tóbak og of
neyslu matar, þannig að hætta að
borða þegar lystin væri sem mest.
Margt fleira fróðlegt og nytsamlegt
ræddum við, og við mig sagði hann,
að ég ætti að ganga menntaveginn,
því til þess hefði ég alla burði.
Ýmislegt skringilegt skeði hjá okk
ur meðan á þessu stóð. Ragna á Ríp
vissi að messuvínið var geymt á viss
um stað í kirkjunni og kviknaði nú
forvitni hjá okkur hvernig það væri á
bragðið. Og einu sinni þegar prestur
fór inn í bæ að fá sér kaffi, en við að
leika okkur úti, þá datt okkur í hug að
láta til skarar skríða. Fóru þau þrjú og
náðu í flöskuna og fengu sér sopa. Á
meðan stóð ég á verði svo prestur
kæmi ekki að okkur óvörum, og rétt í
þeim svifum sé ég að hann er að koma
út úr dyrunum á leið út í kirkju. Þá
gaf ég hættumerki og þau gátu komið
öllu í samt lag, en ekkert fékk ég
mess uvínið. Það beið þar til á ferming
ardaginn. Þá þótti mér ekki mikið til
þess koma og því síður oblátunnar.
Síðan hef ég hvorugt smakkað.
Séra Guðbrandur sat í Viðvík, en
þjónaði auk Viðvíkur, Hólasókn,
Hofsstaðasókn og Rípursókn. Skömm u
fyrir ferminguna boðaði hann öll ferm
ingarbörnin úr þessum fjórum sókn
um heim til sín í Viðvík. Fórum við
snemma dags ríðandi þangað, yfir
AusturVatnabrúna og síðan reiðgötur
um Enni og yfir Hrísháls. Þaðan blasti
Viðvík við okkur, en þangað hafði
ekk ert okkar komið fyrr. Um svipað
leyti komu hinir krakkarnir líka og
vorum við þá orðin 1012 í allt.
Dvöldum við allan daginn við spurn
ingar hjá presti og reyndum að kynn
ast þessum jafnöldrum okkar eftir
föngum. Mig minnir að það væri á
hvítasunnudag að við fermdumst á
Ríp. Daginn áður hafði prestur lagt
okkur lífsreglurnar með hegðun í
ferm ingunni og lét okkur draga um í
hvaða röð við fermdumst. Það kom í
minn hlut að vera nr. 1, eða „sitja
fyrir“ eins og það var kallað. Veður var
hlýtt og stillt, en sólarlítið. Pabbi
hafði komið heim frá Siglufirði til að
vera viðstaddur. Ég var í nýjum ferm
ingarfötum og nýjum blankskóm. Ég