Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 96

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 96
96 SKAGFIRÐINGABÓK fór gangandi ofan að Ríp nokkuð á und an heimilisfólkinu. Mamma átti pelagóníu sem blómstraði fallegum klukkublómum og stóð hún í blóma. Ég var með eina slíka klukku í hnappa­ gatinu og þegar hinir krakkarnir sáu hana vildu þau endilega fá svona líka. Nóg var til og var Jónas sendur upp í Hamar eftir þeim og beðið með að byrj a messuna á meðan. Kirkjan var auðvitað full af fólki og við vorum auðvitað dauðfeimin. En allt gekk sinn vanagang og við vorum látin éta oblátuna og súpa á messuvíninu fræga. Þegar við komum út úr kirkjunni kepptust allir við að óska okkur til hamingju og stóru strákarnir sögðu að nú værum við strákarnir orðnir menn með mönnum. Heima var svo fín veisl a og ég fékk nýtt vasaúr frá pabba og eitthvað fleira. Að veislunni lokinn i fór ég svo að gá að lambfénu eins og vanalega. Hreppsnautið Á þessum árum var byrjað að huga að kynbótum til að auka arðsemi bú smal­ ans. Í því augnamiði var ákveðið í Rípurhreppi að hafa eitt sameiginlegt þarfanaut fyrir hreppinn og var því komið fyrir á einhverjum bæ, helst miðsveitar, og fóðrað þar á vetrum. En á sumrin var það haft í sérstakri girð­ ing u sem var allstórt hólf norðan við Hólmavatnið og því nokkuð miðsvæð­ is í sveitinni. Þangað voru kýrnar leiddar undir það á sumrin, en á veturn a var það yfirleitt sótt til að þjón usta kýrnar á bæjunum. Mikið var gert úr því hvað þessi boli, sem var svartur með dálitla hnýfla, væri góður í sér. En samt var í honum nasahring­ ur eins og títt er um naut. En þegar hér er komið sögu var boli orðinn 8­9 vetra og eitthvað tekinn að ergjast, því hann „bölvaði“ mikið og velti um stórum moldarbörðum þegar komið var í girðinguna. Og enginn fór þang­ að inn erindisleysu. Svo kom að því að boli ruddist út úr girðingunni og kom bölvandi heim að túni í Keldudal. Fóru ríðandi menn með hunda og var hann handsamaður og látinn aftur í girðinguna eftir að gert var við hana. Við strákarnir á Hamri vorum með allskyns fikt og föndur, m.a. telgdum við okkur „taflmenn“ úr smiðjumó og rauðum tálgusteini, sem fannst í berg­ inu í suðurhlíðum Torfdalsins þar sem Hróarsdalur átti mótekju. En smiðjumórinn var bestur í farvegi lækjarins sem rennur úr Hólmavatni og suður um Keldudalstún og er best að taka hann rétt norðan við túnið þar. Ingimundur í Ketu var í þessu með okkur, en hann og Jónas voru jafn­ aldrar. Svo var það eina helgi að ég þurfti að fara með pabba út í Krók eftir hádegi á sunnudegi að okkur var farið að vanta „hráefni“ í þetta föndur. Lagði ég ríkt á við strákana að fara ekki í þennan leiðangur fyrr en ég væri kominn aftur til baka. Reyndi ég að hraða för. En þegar ég kom aftur síðla dags var enginn heima. Mamma og systurnar höfðu líklega skroppið suður í Ketu, en mikill samgangur var milli bæjanna. Hins vegar sá ég merki til þess að strákarnir hefðu farið í rauða­ grj ót og smiðjumó, þvert á það sem um hafði verið talað, því alltaf vofði sú hætta yfir að boli slyppi aftur úr girðingunni fyrst hann var kominn upp á lag með það. Var ég nú bæði hræddur og reiður við strákana og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.