Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 103
103
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
vildi ekki missa af dagskránni. Hleðsl
an gat enst u.þ.b. mánaðartíma ef
tækið var ekki því meira notað.
Allir voru í sjöunda himni með þess a
nýjung sem var undri líkust. Fréttir
og veðurspáin voru í mestu uppáhaldi,
en fyrirlestrar og erindi um margvísleg
efni nutu líka vinsælda. Ekki leið á
löngu þar til farið var að laga heimilis
störfin að dagskrá útvarpsins. Reynt
var að ljúka fjósverkum áður en hún
hófst og um leið lagðist að mestu
niður ýmislegt sem áður hafði verið til
fróðleiks og skemmtunar, svo sem
lest ur og rímnakveðskapur, en það
hafði Siggi frændi annast. Bóklestur
lagðist þó ekki af, heldur var meira
um að hver læsi fyrir sig þegar tóm var
til. Smám saman urðu þulir og frétta
menn eins og heimilisvinir. Fyrsti
þul urinn var Sigrún Ögmundsdóttir.
Helgi Hjörvar flutti útvarpssöguna
með miklum ágætum, Þorsteinn Ö.
Stephensen sá um barnatíma o.fl.,
veðurfræðingar voru þeir Björn Jóns
son og Jón Eyþórsson og Jón sá um
þátt „um daginn og veginn“. Af frétta
mönnum er mér minnisstæðastur séra
Sigurður Einarsson sem sagði fréttir
frá útlöndum og annaðist fréttaskýr
ingar. Mér finnst að þarna hafi verið
samankomið sannkallað mann val.
Besta sumar aldarinnar
Árið 1939 byrjaði með allmiklum
snjó alögum, en með vordögum hlýnaði
og snjóa leysti óðfluga. Mikið flóð
varð í Vötnunum þetta vor. Þetta
sum ar var pabbi yfirsmiður við bygg
ingu sundlaugar í Varmahlíð. Um
vorið réðumst við í byggingu á fjárhús i
og hlöðu í túnjaðrinum sunnan og
neðan við bæinn. Við bræður byrj
uðum að grafa fyrir hlöðunni, en þarna
var stórgrýttur malarjarðvegur. Þetta
var um miðjan júní og þeir dagar eru
held ég þeir hlýjustu sem ég man eftir
hér á landi. Svitinn bogaði af manni
þarna í hlöðugrunninum, enda verið
að fást við stórgrýti í föstum malar
jarðvegi. Sláttur byrjaði óvenju
snemm a eða síðustu dagana í júní og
var heyskapur bæði mikill og góður.
Sama var með kartöflur og aðra
garðávexti. Berjaspretta einhver sú
mesta sem ég man eftir, sem og allur
jarðargróður. Rétt fyrir sláttinn fór ég
Varmahlíðarlaugin í
byggingu. Ólafur
Kristjánsson kenndur
við Ábæ og Hróbjartur
á Hamri sem stendur
inni í laugarstæðinu.
Einkaeign.