Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 104
104
SKAGFIRÐINGABÓK
með mjólkurbílnum í Krókinn vegna
einhverra útréttinga. Þá hittist svo á
að bílstjórinn þurfti að fara fram í
Tungusveit og fékk ég að fara með
fram í Varmahlíð þar sem pabbi var að
störfum, og stansa þar á meðan mjólk
urbíllinn var fyrir framan. Þegar ég
hafði hitt pabba sagði hann mér að
verið væri að planta trjáplöntum í reit
þarna rétt hjá lauginni. Fór ég þangað
og hjálpaði til við skógræktina þar til
bíllinn kom fram an að. Mér voru gefn
ar nokkrar greniplöntur sem ég fór
heim með og gróðursetti neðan við
klöppina fyrir ofan túnið. Það er upp
haf á skógrækt á Hamri.
Byggingu sundlaugarinnar lauk
síðl a í ágúst og fór vígsla hennar fram
síðustu helgi þess mánuðar. Pabbi
fékk prívatbíl af Króknum til að sækja
okkur öll til að vera við þessa hátíðleg u
athöfn og aka okkur heim að henni
lokinni. Nú var hans störfum þar að
verða lokið og var hann heima í nokkr a
daga til að hjálpa okkur og koma þaki
á fjárhúsin. Föstudagur inn 1. septem
ber var tek inn snemma, því nú átti að
binda síðasta heyið úr Hólmanum þetta
sum arið. Ég fór með eins og venju lega.
Veður var fremur hlýtt og stillt og
þokuslæðingur um morguninn, en
rof aði til um hádaginn. En um nón
bilið fór að anda af norðri og skellti
yfir sótþoku. Ég kom heim með síð
ust u ferðina um kvöldmatarleytið. Það
var gaman að spretta af hestunum og
geta nú bunkað reið ing unum saman,
því nú yrðu þeir ekki notaðir fyrr en
næsta sumar. Ég sleppt i hestunum í
haga og fór að því búnu inn í bæ til að
borða og hlusta á fréttir í útvarpinu.
Snemma morguns þennan dag höfðu
hersveitir HitlersÞýskalands ráðist
inn í Pólland og náðu brátt „pólska
hliðinu“ og allmiklu landsvæði á sitt
vald, þrátt fyrir harða mótspyrnu.
Þett a voru geigvænlegar fréttir. Það lá
í augum uppi að hafin var heimsstyrj
öld með öllum þeim hörmungum sem
henni fylgdu. Þrátt fyrir erfiði dagsins
gekk mér illa að festa blund fyrir
voveiflegum hugrenningum.
Um haustið fór ekki hjá því að við,
hér á hjara veraldar, yrðum vör við
áhrif þessa hildarleiks sem hafinn var.
Tekin var upp skömmtun á flestum
innfluttum lífsnauðsynjum, svo sem
kaffi, sykri, kornvörum, fataefni,
timbr i o.s.frv. Hverju mannsbarni var
úthlutað skömmtunarseðlum mán
aðar lega. Hætta var talin á að milli
landasiglingar gætu torveldast vegna
sjóhernaðar. Upp voru runnir alvar
legir tímar. Hvað mundi framtíðin
bera í skauti sér?
Sigmar Hróbjartsson um tvítugt.
Einkaeign.