Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 105
105
GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA
HELLULANDSBRAGUR
EÐA
BRUNINN MIKLI
____________
1 Í norðanvindi kalt er oft á Króknum hér,
karlmenn standa í húsaskjóli og berja sér.
Sumardaginn hinsta norðanveður var,
vetrarblær á öllu og kólguskýjafar.
Ægir hörpu ákaft sló,
ekki Gunnar fór á sjó,
í suðaustri menn sáu reyk,
svartir mekkir brugðu á leik,
flestir sem að fengu gengið fóru á kreik.
Eins og fram kemur í grein Sigmars Hróbjartssonar hér á undan, varð sótbruni í skor
steininum á Hellulandi haustið 1927 eða 1928. Mikill reykur steig upp af húsinu og
töldu menn á Sauðárkróki að kviknað væri í. Um þetta var ortur gamansamur bragur,
sem víða fór um Skagafjörð á sinni tíð. Höfundurinn var Gunnar Einarsson (1901–1959)
frá Varmalandi í Sæmundarhlíð. Hann bjó á Sauðárkróki 1923–1932 og fékkst þar við
barnakennslu, sjómennsku o.fl. Nafn hans er m.a. í fyrstu vísunni. Gunnar er yfirleitt
kenndur við Bergskála á Skaga, þar sem hann bjó 1938–1959. Hann var fljúgandi hag
mæltur, en lítið hefur birst á prenti af ljóðum hans. Á samkomum var hann oft fenginn
til að semja gamankvæði, sem hann las upp til að skemmta sjálfum sér og öðrum, en allt
var það græskulaust gaman. Freysteinn A. Jónsson hefur samið þátt um Gunnar, sem
birtist í Skagfirðingabók 18, 1989. Þar eru sýnishorn af alvarlegum kveðskap hans.
Nafnið Hellulandsbragur er fengið úr munnlegri geymd, en í tveimur handritum sem
stuðst var við í þessari útgáfu, er fyrirsögnin Bruninn mikli (Sveinn Sölvason), eða Stór
bruninn mikli (Valgard Blöndal); í þeirri þriðju er bragurinn nafnlaus. Óvíst er hvort hann
er til í eiginhandarriti Gunnars. Nokkur orðamunur er á handritunum og var smekkur
látinn ráða vali leshátta. Skýringar eru að mestu fengnar úr vélriti sem Erlendur Hansen
hefur unnið. Syngja má braginn undir þekktu revíulagi, og mun hann oft hafa verið
sunginn, m.a. í revíu á Sauðárkróki löngu eftir atburðinn. Hins vegar er kvæðið að mörgu
leyti fjörlegra að flytja það án lags. Ritstjórn