Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 108
108
SKAGFIRÐINGABÓK
10 Ótta mannsins aðkomandi allir sjá,
upp Þorvaldur friðarmerki rauðu brá.
Þá sefaðist hann nokkuð og kvaddi komuþjóð,
þeir kröfðu hann nú frétta, á svörum ekki stóð.
„Satt ég ykkur segja skal,
síst ég hæði garpa val,
blóðugt tjón hlaut búandi,
brann allt sót úr reykháfi.
Fall er búið fyrir slíku fjártjóni.“
11 Ólafur úr fjósdyrunum fljótast leit,
fagnaði hann höfðinglega komusveit.
Svo gengu menn til stofu og glaðir settust þar,
og glöggt nú sáu allir að lítið brunnið var.
Lifnaði yfir brögnum brátt,
við blíðan söng og orgelslátt,
kaffið gladdi kappadrótt,
þeir kváðu og sungu fram á nótt,
síðan allir svifu heim og sváfu rótt.
Skýringar
Þeir sem nefndir eru í kvæðinu eru að öllum líkindum þessir:
Gunnar Einarsson (1901–1959) frá Varmalandi, höfundur bragsins.
Pálmi Sighvats (1904–1958), Sauðárkróki.
Guðvarður Steinsson (1891–1965) bílstjóri, Sauðárkróki.
Helgi Guðmundsson (1896–1957) í Salnum, Sauðárkróki.
Sveinn Þorvaldsson (1909–1935), Sveinssonar, Sauðárkróki.
Páll Þorgrímsson (1893–1965), Sauðárkróki (óvíst).
Þorvaldur Þorvaldsson (1884–1930), keyrari og verkalýðsfélagi, Sauðár króki.
Jón (óvíst).
Sigurður Guðmundsson (1906–1989) í Salnum, Sauðárkróki.
Pétur Laxdal (1908–1971), verkalýðs foringi á Sauðárkróki.
Guðmundur Þorvaldsson (1906–1931), Sveinssonar, Sauðárkróki.
Valgard Blöndal (1902–1965), Sauðárkróki.
Kristinn Gunnlaugsson (1897–1984), verkalýðsforingi á Sauðárkróki.
Kristján Ingi Sveinsson (1884–1971), verkamaður, Sauðárkróki.
(Friðbjörn) Ingvar Björnsson (1899–1929), Sauðárkróki.
Auðkonungur. – Kristján Gíslason (1863–1954), kaupmaður á Sauðárkróki.
Alfavél. – Símon Jónsson (1876–1931), járnsmiður, var nýbúinn að kaupa bát með Alfavél.
Halurinn sem hristi reku, var Árni Gunnarsson (1902–1975) í Keflavík, Hegranesi.
Ólafur Sigurðsson (1885–1961), bóndi á Hellulandi.