Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 113
113
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
nokkru farið að þreifa fyrir sér um
stofnun og útgáfu nýs, íslensks blaðs.
Aðalhvatamaður þess fyrirtækis var
ungur menntamaður, Frímann B.
And erson (Frímann B. Arngrímsson),
eyfirskrar ættar, frá Vöglum á Þela
mörk. Með honum var annar mennta
maður, Einar Hjörleifsson (Einar H.
Kvaran), sem kom talsvert við sögu
VesturÍslendinga á síðasta áratug 19.
aldar. Þriðji maðurinn var Eggert Jó
hannsson sem vegna reynslu sinnar í
blaðamennsku þótti sjálfsagður í for
ystusveitina, og eðlilega mun hann
hafa þráð að verða einhvern tíma við
blað riðinn, sem betur væri en Leifur
úr garði gjört og ætti einhverja framtíð
fyrir sér. Þetta nýja blað hóf göngu
sína 9. september 1886. Hlaut það hið
virðulega nafn Heimskringla, og þótti
það vel valið. Eigandi þess og ábyrgðar
maður var Frímann B. Anderson. Rit
stjórar voru ekki færri en þrír. Aðalrit
stjóri var Frímann B. Anderson,
eig andinn, en meðritstjóra hafði hann
tvo, þá Einar Hjörleifsson og Eggert
Jóhannsson.
Fyrsta blaðið var vel úr garði gert og
vakti vonir um bjarta framtíð íslenskr
ar blaðaútgáfu vestan hafs. Var það
miklu fjölbreyttara og meiri bók
mennta keimur að því en þeim blöðum,
sem til þess tíma höfðu verið út gefin
í Vesturheimi. Stefnuskrá sú, sem rit
stjórarnir birtu, var fjölbreytt og féll
almenningi vel í geð. Þar er lögð
áhersl a á, að blaðið verði eins alþýðlegt
og vandað og frekast séu föng á. Þar er
m.a. birt langt kvæði eftir Einar Hjör
leifsson. Í því má gera ráð fyrir að lýst
sé þeim tilfinningum, sem hæst
gnæfð u í hugum ritstjóranna þegar
þeir voru að hleypa Heimskringlu af
stokkunum. Fyrsta erindið er svo
hljóðandi:
Frímann B. Arngrímsson, 1916.
Ljósm.: Hallgrímur Einarsson, Akureyri.
Eig.: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
Það er svo margt hér, svo ótal margt að,
þó allmargt sé betra en fyrr var það,
og margur sé maðurinn glaður,
þá vantar oss mikið – ein ósköpin – enn,
ef við eigum að verða göfugir menn,
það sér þó hver sjáandi maður.