Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 116
116
SKAGFIRÐINGABÓK
braut, en bindur sig ekki nein um
skáld flokkaböndum. … Skáldskapar
trúarjátning hans, ef svo má að orði
kveða, er út af fyrir sig nægi leg orsök
þess að sum af kvæðum hans þykja
torskilin. Og eftir því sem vér höfum
komist næst, er hún á þessa leið: „Að
skáldskapurinn sé ekki blóm ið sjálft,
heldur regnið og sólskinið, sem lífgar
blómið; að hann sé ekki gull og gim
steinahellirinn Sesam, heldur töfra
orðið, sem opnar hann – lykillinn að
fólgnu fjár sjóðunum; að skáldskap
urinn sé ekki úr lausn in sjálf, heldur
það, sem eggjar fram mátt og megin
manns andans til úrlausnar.“ Seinasta
atriðið út af fyrir sig getur verið ósvik
in orsök í torskildum kvæðum, sé því
framfylgt bókstaflega. Hvert það, að
kvæði hans mörg eru torskilin, rýrir
gildi þeirra, er nokkuð, sem vér eftir
látum öðrum að úrskurða. Hvað snertir
kæruna um skort á alþýð legum bragar
háttum, þá höfum vér ekkert um hana
að segja annað en það, að höf. hefir
ekki ósjaldan sýnt, að hon um er ekki
þungt um að yrkja und ir alþýðlegum
söng og kvæða lögum, þegar honum
ræður svo við að horfa. … Kvæðið
„Jólavaka“ er fullgild sönnun fyrir því,
Séra Friðrik J. Bergmann.
Eig.: Nelson Gerrard.
Jóhann Magnús
Bjarnason með
nemendum sínum.
Eig.: Nelson Gerrard.