Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 120
120
SKAGFIRÐINGABÓK
Jæja, ég hefi skrifað M. Brynjólfs
syni og ég hefi talað við Skafta. Og
okk ur kemur saman um, að tiltæki
legt sé að reyna að safna peningum,
sem þarf til þess, fyrst, að borga
þér sem svarar $25.00 á mánuði fyrir
að segja skilið við allar „veraldar
áhyggju r“ og sitja við að búa undir
prentun allt það, sem þú vildir geyma
í vandaðri útgáfu af öllum ljóðum
þínum, prentuðum og óprent uðum
áður, og annað, til þess að borga all
an prent og útgáfukostnað jafnótt
og hann fellur á. Nú, þetta virðist
okk ur gerlegt að reyna, en raunin
ein sannar, hvort við metum rétt eða
ekki.“
Af þessum bréfkafla verður ekki betur
séð, en að allt sé komið í fullan gang
og Eggert sé forystumaðurinn. Sama
er uppi á teningnum í formála dr.
Finnboga Guðmundssonar að Bréf um
til Stephans G. Stephanssonar (1. bindi,
Rvík 1971), er þar segir svo: „Í bréf
um Eggerts Jóhannssonar kynn umst
vér þeim manni, er fyrstur birti að
nokkru ráði kvæði Stephans, í Heims
kringlu og síðar Öldinni, og gerðist
síðar einn helsti frumkvöðull þess, að
34 vinir og velunnarar Stephans bund
ust samtökum um að gefa út ljóð hans,
Andvökur, í þremur vegleg um bindum
1909–1910. Var þetta mik ið og
merkilegt framtak, sem seint verður
fullþakkað. Vér sjáum í bréfum Egg
erts metnað hans fyrir hönd Stephans
og metnað hins sjálfmenntaða manns
gagnvart hinum skólagengnu Íslend
ingum vestan hafs og austan. En vin
átt an við Stephan og hið fórnfúsa starf
að útgáfu kvæða hans magna hann svo
og hugdirfa um hríð, að hann biðst
engrar afsökunar á tilveru sinn i.“
Þannig er markvisst áfram haldið til
ársins 1909. Þá sendir Eggert Stephan i
„í umboði framkvæmdanefndarinnar,“
sýnishorn að tilkynningu um útgáfu
ljóðasafns hans í þremur bindum. Sú
tilkynning er dagsett í Winnipeg 1.
sept ember og segir þar m.a.:
Ljóð mæli skáldsins Stephans G.
Stephanssonar, er hann sjálfur hefir
búið undir prentun, eru í þann veg
inn að birtast almenningi. Ljóðasafn
þetta verður í þremur bindum, um
1000 bls. alls, og kosta öll bindin
(3) til samans, í góðu bandi, þrjá
dollars og fimmtíu cents ($ 3,50).
Tvö fyrri bindin eru væntanleg
Stephan G. Stephansson, 1917.
Ljósm.: Ólafur Magnússon, Reykjavík.
Eig.: HSk.