Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 123
123
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
Þér óskar heilla æskan fagurlokkuð,
Og ellireynslan, vösk en kalinhærð.
Þær kannast við, þú varst þeim báðum nokkuð,
Allt vinhollara en þökkin sem þú færð. –
En trú því samt, að ljóðin okkar langa
Að láta að þeim, sem unnu oss fyrir gýg,
Og vita engan þann til grafar ganga
Með gæfu sinnar leynt og óbætt víg.
Þú væntir þér, í haustsins skugga hljóðu,
Að hverfa inn, svo lítið beri á,
Þú varpar um þig vorsins ljósamóðu,
Er vestanþíðan stafar fjöllin blá –
Er um vor höfuð hálfar aldir kvelda
Þá hallar nótt af stigum ljóss og sanns,
Og þá fer senn að byrja að afturelda
Um efstu sporin hógláts snilldarmanns.
Þetta var í fyrsta, og e.t.v. eina skipt
ið, sem Eggerti var þakkað opinber
lega fyrir hið mikla, góða og fórnfúsa
starf hans í þágu vesturíslenskrar
menn ingar og þá einkum er viðkom
blaðamennsku. Hann var innilega
þakk látur fyrir þessa viðurkenningu,
þótt ekki teldi hann sig verðskulda
hana.
Haustið 1917 hætti Eggert að starfa
á landskjalastofunni í New Westmin
ster B.C. og hafði enga fasta vinnu
eftir það. Ævikvöld hans var kyrrlátt
og bjart. Hann undi sér meðal bóka og
blóma og barnanna sinna síðustu árin.
Alltaf fylgdist Eggert með Stephani
G. og bréf fóru þeirra í milli. Hann
lýsir einlægri gleði sinni yfir vel
heppn aðri Íslandsferð hans sumarið
1917. Í síðasta bréfi hans til Stephans,
dagsettu 31. ágúst 1924, þakkar hann
óvænta og óverðskuldaða sendingu. Í
Eggert Jóhannsson og Elín Hjörleifs dóttir.
Eig.: Nelson Gerrard.