Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 124
124
SKAGFIRÐINGABÓK
upphafi þess bréfs segir hann: „Inni
lega þökk mína eiga þessar línur að
færa þér fyrir Andvökur, 4. og 5.
bind i, er bárust mér í fyrradag. Það
var óvænt „sending“ og óverðskulduð,
en víst gladdi hún mig og vakti upp
endurminningar löngu liðinna daga.
Þökk og þökk aftur fyrir og sérstak
lega fyrir áritunina framan við 4.
bind i:
Vökuvogreki
varpa ég út á
vík á milli vina,
engin þó auðlegð
þér Eggert verði
að bera það undan brimi.
Dásamlega fallega sagt, en það er ekki
satt! Ég er fyrir löngu búinn að bera
þetta vökuvogrek undan brimi og hefi
grætt á meira en ég máske kann að
meta, því minnstur hluti gróðans er
fólginn í gulli.“ Þarna var komið að
kveðjustund skagfirsku vinanna í
Vest urheimi, Eggerts og Stephans G.
Skammt var til leiðarloka hjá þeim
báðum. Stephan lést sumarið 1927.
Eggert andaðist á heimili sínu 30.
desember árið 1929.
Ég hygg að Jóhann Magnús Bjarna
son hafi haft lög að mæla um svila sinn
látinn er hann sagði: „Allir höfðu gott
af því að kynnast honum. Og það
mætti segja um hann það sama og Col.
Ben. G. Whitehead sagði um Magnús
lögmann Brynjólfsson [í Norður
Dakot a], að heimurinn hefir grætt á því
að hann lifði í honum.“
Hvergi er andláts Eggerts Jóhanns
sonar getið í Heimskringlu, blaðinu
sem hann ritstýrði þó að mestu leyti í
áratug. En nærri ári seinna, hinn 3.
september 1930, birtist í Heims
kringlu langt og gullfallegt ljóð til
minningar um Eggert Jóhannsson eft
ir Þorskabít (Þorbjörn Bjarnarson) „í
nafni vandamanna og vina.“ Af því að
Heimskringlu frá þeim tíma ber fyrir
fárra augu, þá fer vel á því að fela Skag
firðingabók varðveislu þessa minningar
ljóðs um hinn „hógláta snilldarmann“,
svo að notuð séu orð Stephans G. um
hann:
Eggert Jóhannsson 1884.
Eig.: Nelson Gerrard.