Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 127
127
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
Eftirmáli
Í athugasemdum í Lögfræðingatali
1736–1992, Rvík 1997, á bls. 503 í
4. bindi, segir höfundur, Gunnlaugur
Haraldsson: „Fæðingardagur og fað
erni Eggerts virðast eitthvað málum
blandin. Samkv. Alm. Ó.S. Th. 1906,
bls. 74, Ísl.æv. V, bls. 304, og fleiri
heimildum, var Eggert fæddur 1. nóv.
1860. Hinsvegar bregður svo við, að
Eggert finnst ekki skráður meðal
fæddr a barna í kirkjubók Reykja og
Mælifellssókna það ár, en á Vindheim
um í Lýtingsstaðahreppi (Reykjasókn)
var hann sannanlega fæddur. Í ferm
ingarskýrslu Reykjasóknar árið 1872
er Eggert sagður á 15. ári, fæddur 8.
nóv. 1857 og kemur það heim og sam
an við það fæðingarár, sem sett er við
nafn hans í Skagfirskum æviskrám
1850–1890 II, bls. 130. Og þegar
nán ar er gluggað í kirkjubækur
Reykj a og Mælifellssókna kemur í
ljós, að við áðurnefnda dagsetningu er
á Vindheimum borinn í heiminn Egg
ert Sigurðsson. Foreldrar hans eru nefnd
ir Sigurður Árnason söðlari, ógiftur á
Vatnsskarði [eða Starrastöðum skv. k.
bók Reykjasóknar] og Arnfríður Jó
hannesdóttir, ógift á Vindheimum.
Beggja fyrsta barneignarbrot. Við
mann tal í Reykjasókn árið 1860 er
Eggert þessi Sigurðsson talinn sem
tökubarn (þriggja ára) á Vindheimum,
en þar er enn til heimilis áðurnefnd
Arnfríður móðir hans nýgift Jóhanni
Jóhannssyni. Í manntali 1870 er Egg
ert hinsvegar sagður sonur Jóhanns, þá
til heimilis að Steinsstöðum í Tungu
sveit. Af þessu virðist mega ráða, að
annaðhvort hafi Eggert verið ranglega
kenndur Sigurði Árnasyni við fæðingu
og fyrstu ár ævi sinnar og Jóhann ekki
gengist við þessum snemmborna syni
sínum fyrr en eftir giftingu, – eða þá
hitt að kirkjubækur greini rétt frá og
raunverulegur faðir Eggerts hafi verið
nefndur Sigurður söðlari. Hvergi hef
ég séð þess getið í heimildum, að vafi
hafi leikið á um faðerni Eggerts.“
Helstu heimildir
Eggert Jóhannsson: Aftur og fram. Hug
leiðingar um NýjaÍsland. Tímarit Þjóð
ræknis félags Íslendinga, Winnipeg 1925,
9–27.
Einar H. Kvaran og Guðmundur Finnboga
son völdu: Að vestan. Ljóð, leikrit, sögur og
ritgerðir eftir Íslendinga í Vesturheimi.
Rvík 1930.
Finnbogi Guðmundsson (útg.): Bréf til Steph
ans G. Stephanssonar, 1. bindi. Rvík 1971.
Friðrik J. Bergmann: Safn til landnámssögu
Íslendinga í Vesturheimi. Almanak Ólafs
S. Thorgeirssonar, 12. ár. Winnipeg 1906,
52–86.
Gunnlaugur Haraldsson: Lögfræðingatal
1736–1992, 4. bindi. Rvík 1997.
Heimskringla 19. júlí, Winnipeg 1888.
Heimskringla 3. september, Winnipeg 1930.
Jóhann Magnús Bjarnason: Endurminning ar
um Eggert Jóhannsson. Tímarit Þjóð
ræknisfélags Íslendinga, Winnipeg 1930.
Júníus H. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870–
1914. Rvík 1983.
Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir,
1. bindi. Rvík 1938–1939.
Thorstína S. Jackson: Saga Íslendinga í Norð
urDakota. Wpeg 1926, ljóspr. í Winni
peg 1982.
Öldin, 4. árg., 1–2 tbl. Winnipeg 1896.