Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 129
129
SILLA Á ÞÖNGLABAKKA
að kvöldi. Taðan af túnblettinum, sem
umlykur þessar byggingar, er hér líka,
en það gengur á hana, því hún er fóður
búpeningsins. Kýrin unir sér hér inn
an dyra alla vetrarmánuðina, en roll
unum er hleypt út á daginn, sjáist á
strá upp úr snjónum, sem þekur lág
lendi allt fram á vor. Það er því líka á
þessum vettvangi, að allt er undir
veðr inu komið að fóðrið endist til
vors ins og því stundum kannski
spenn andi að fylgjast með, hvort það
hrekkur til, því ef ekki, gæti þurft að
grípa til óæskilegra aðgerða. Þetta
ábyrgðarfulla verkefni er allt lagt á
herðar Sillu, hvort sem henni líkar
betur eða verr. Hún möglar aldrei,
vinnur verk sín í hljóði, ábyrgðarfull
og af fyllstu samviskusemi.
Milli gripahúsanna og íbúðarhússins
er vatnsból, brunnur sem Silla sækir
vatn í og ber ýmist til íbúðarhússins
eða gripakofanna. Því sést hún gjarn
an fyrri part dags, alltaf hálfvegis á
hlaupum milli þessara þriggja áríð
andi máttarstólpa heimilishalds fá
tækr ar en nægjusamrar fjölskyldu.
Lengra í suðri frá heimilinu er
bátanaust og sjóbúðir. Þar er annar
vinnustaður Sillu, en engu að síður
áríðandi. Hér vinnur hún við beitingu
og línuuppstokkun. Hún hefur við
bæði þessi störf náð hreint ótrúlegum
hraða og nákvæmni sem mun í minni
haft.
Loftmynd af svæðinu. Íbúðarhús og hlaða á Þönglaskála í neðra horni myndar til hægri
en til vinstri fjárhúsin frá nýbýlinu Vogum. Á nestánni neðan við þau er sjóbúðin. Þöngla
bakkatúnið er niður og út frá fjárhúsunum og stóð íbúðarhúsið á Þönglabakka yst í tún
inu, skammt frá sjávar bakkanum. Þönglaskálahleinin gengur fram í sjóinn til suðvesturs
og skýlir lendingunni framan við sjóbúðina.
Ljósmynd: Hjalti Pálsson.
Grasigróinn brunnurinn á Þönglabakka.
Ljósmynd: Hjalti Pálsson.