Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 130
130
SKAGFIRÐINGABÓK
Á sjávarkambinum sem rís frá flæð
ar málinu við bátanaustið, standa sjó
búðir bróður hennar, og aðeins lengra
inni í landinu sjóbúðir húsbónda míns.
Í búðardyrunum voru þessir sjóarar í
kallfæri hvor við annan, og ég við Sillu
þegar við stóðum á sínu búðarhlaðinu
hvort móti suðri og stokkuðum upp.
Það er sama hvað Silla tekur sér fyrir
hendur. Hún vinnur hratt, af öryggi
og kunnáttu eins og vél, sem er búið
að stilla inn á verkið. Ég þyki þó sjálf
ur ansi hraðhentur en verkhæfni henn
ar og minnar er ekki saman að jafna.
Þeg ar flækjur eru á línunni í hennar
bjóð um tefur það hana tiltölulega lítið
að greiða þær, en mínar vefjast fyrir
mér og ég verð oft að gefast upp og
bíða aðstoðar fullorðinna af mínum
vinnuveitendum, sem þykir heldur til
trafala.
Aldrei hvarflar að Sillu að bjóða mér
aðstoð eða gefa mér ábendingar, held
ur ekki víst að hún hafi þær á hreinu
þegar kemur til kasta óviðkomandi.
Þetta er ekki hennar lína. Á þessum
árum hefur aldursmunur okkar ekki
verið minni en 30–40 ár, ég aðeins
10–11 ára, vissi auðvitað ekki hennar
árafjölda, hafði verið innrætt sú nær
gætni við konur að spyrja þær ekki
um aldur.
Oftast gáfum við okkur á tal hvort
við annað, spjölluðum um veiðiskap
inn og sitthvað annað sem laut að
störf um okkar. Milli okkar ríkti ein
hvers konar vinnustaðarvinátta og
þrátt fyrir að mér fyndist hún gæti
a.m.k. einu sinni rétt mér hjálparhönd
við flækjurnar, var mér vel til hennar
og það var gagnkvæmt þóttist ég
finna.
Þönglaskálasjóbúðin þar sem Haraldur stokkaði línu sína á hlaðinu fyrir framan. Hjalti
Gíslason á Hofsósi situr við húshornið. Til vinstri sér á steypt veggjarbrot sem stendur eitt
eftir af Salthúsi sem var milli sjóbúðanna. Þönglabakkabúðin var vestan við Salthúsið
(vinstra megin) og er með öllu horfin, grunnmál hennar að hluta komið fram af sjávar
bakkanum. Þar stóð Silla og beitti sína línu. Höfundur stendur í sundinu milli Salthússins
og Þönglaskálabúðarinnar. Ljósmynd: Hjalti Pálsson.