Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 132
132
SKAGFIRÐINGABÓK
beinið sammála þegar svo bar við,
held ur af því að hún hafði öðru að
sinn a en eyða tíma í slíka smámuni.
En orð sem fram gengu af hennar
munni voru sjaldnast hlýleg, heldur
fremur hryssingsleg, skellt fram í flýt i,
eins og í skyndi þyrfti að brúa gap,
sem orðið er til vegna orðaskipta, sem
alveg var hægt að komast af án.
Mig grunar að Silla hafi aldrei lært
að lesa og skrifa, en hún greiddi sínar
línuflækjur bókarlaust, án þess að hafa
fyrir því, og sjálfsagt þurfti hún að
beit a sinni lagni við önnur, jafnvel
flóknari viðfangsefni. Menntunar
skort urinn virtist ekki vera henni til
nokk urs trafala svo að bók námið er
kannski ekki jafn mikilvægt og að
manni er haldið.
Á þessum tíma var hugarheimur
minn ekki stór, þó kannski hafi örlað
á þörf til að víkka hann í samræmi við
þá nýlegu uppátekt smáborgaranna.
Silla kom stundum sem snöggvast í
skyndiheimsóknir á mitt heimili, sem
var í einbýlishúsi í um 200 metra fjar
lægð frá hennar, en aldrei án einhvers
erindis og stansaði þá eins stutt og
hægt var að komast af með. Hún lést
nokkuð öldruð, áreiðanlega syndlaus
með óflekkað mannorð, sátt við Guð
og menn.
Minnisstæðasta mynd mín af þessari
sérstöku konu er þegar hún var að reka
kúna heim til fjóss úr úthögum á sum
arkvöldi. Leið þeirra lá eftir sjávar
kambinum þar sem þær bar við gull
roðinn himin, líkt og yfirnáttúrlegar
verur. Nú réð kusa ferðinni og þær rétt
liðu áfram, hún á undan, Silla á eftir.
Á bak við þær glóði spegilsléttur haf
flöturinn í rauðgulum sólarlags roða.
Þetta var og verður óafmáanleg svip
mynd frá Íslandi sem á sér varla aðra
líka.
Hér stendur Silla á
bryggjunni á Hofsósi en
Sigmundur bróðir hennar
niðri í bátnum. Hjalti
Gíslason beygir sig yfir
bryggjukantinn en hjá
honum á bryggjunni
stendur faðir hans,
Gísli Benjamínsson.
Myndin er tekin um 1960.
Eigandi ljósmyndar:
Hjalti Gíslason.