Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 133
133
EGGERT ÓLAFSSON OG BJARNI PÁLSSON
GREINARGERÐ
UM JARÐSKJÁLFTANN SEM REIÐ YFIR ÍSLAND
11. SEPTEMBER 1755
Skýrsla frá stúdentunum sem voru þar við rannsóknir
____________
Hinn 11. september, um klukkan 8
árdegis, þegar umræddir athugendur
lágu í tjaldi nálægt bænum Höfða í
Skagafjarðarsýslu, í norðurhluta lands
ins, urðu þeir fyrst varir við allsnarpan
kipp, þar sem jörðin hreyfðist 5 eða 6
sinnum fram og aftur, án þess þó að
lyftast að ráði. Skömmu síðar, þegar
klukkan var að verða 9, kom annar
skjálfti, með undanfarandi dyn eða nið
í loftinu, sem hvað styrk og tímalengd
snerti, tók langt fram bæði þeim fyrsta
og öllum sem á eftir fylgdu. Þessi
skjálfti byrjaði fyrst með öflugum en
nokkuð hægum bylgjum á jörðinni,
sem eftir u.þ.b. tvær mínútur breytt
ist í ofsafenginn skjálfta, þar sem
jarðskorpan lyftist í bylgjum, svo að
tjaldið hoppaði upp og niður. Í sömu
andrá féllu ókjör af grjóti og möl niður
Haustið 1755 reið öflugur jarðskjálfti yfir miðhluta Norðurlands. Þeir Eggert Ólafsson
og Bjarni Pálsson voru þá staddir á Höfða á Höfðaströnd, í rannsóknarferð á vegum Vís
indafélagsins danska. Í Ferðabók þeirra (II, bls. 1820) er allnákvæm frásögn af jarðskjálft
anum, sem er einkum eftirminnilegur fyrir það að þá féll Karlinn við Drangey, þó að það
komi ekki fram í ferðabókinni. Þeir Eggert og Bjarni sendu sérstaka skýrslu til Vísinda
félagsins um þennan jarðskjálfta og um Kötlugosið, sem hófst 17. október 1755, og var
skýrslan prentuð í ritum félagsins árið 1758.1 Sú skýrsla er ítarlegri en Ferðabókin, eink
um hvað snertir upplýsingar um hrun úr Þórðarhöfða, sem þeir félagar skoðuðu daginn
eftir skjálftann. Bjarni Pálsson var þarna á heimaslóðum, því að móðir hans bjó á Höfða.
Má því búast við að frásögnin um Þórðarhöfða sé áreiðanleg. Hér verður birt þýðing mín
á fyrri hluta greinargerðarinnar, en sleppt síðari hlutanum, lýsingu á gosinu úr Kötlugjá,
sem fremur lítið er á að græða umfram ferðabókina.
Sigurjón Páll Ísaksson.
1 „Beskrivelse over det, i Island, den 11 Sept. 1755 paakomne jordskiælv, og den derpaa, den 17de
Octobr. samme aar, fulgte ildsudbrydelse af den forbrændte biærgkløfte Katlegiaa udi is
biærget Myrdalsjøkel; efter de sammesteds observerende studenters indsendte beretninger.“
Skrifter som udi det Kiøbenhavnske Selskab af lærdoms og videnskabs elskere ere fremlagte og oplæste i
aarene 1755, 1756, 1757 og 1758, Kbh. 1758:185–196. Jón Eiríksson bjó til prentunar.