Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 135
135
frá á fasta landinu, auk þess sem nokkr
ar verbúðir skemmdust.6
Þennan morgun, þegar jarðskjálft
inn reið yfir, var presturinn í Siglu
firði7 að sigla í bát á miðjum firð inum,
sem báðum megin er umlukinn háum
og bröttum fjöllum. Að sögn hans
heyrði hann fyrst hvin, eins og frá
sterkum hvirfilvindi, og strax á eftir
fann hann að báturinn stöðvaðist og
klemmdist saman og tognaði svo frá
báðum hliðum af öldunum. Í sama
bili sá hann rykský og heyrði skriðuföll
yst á nesjunum, sem jókst hratt og
færðist inn eftir hlíðunum, alveg inn
til fjalla sem eru þvert inn af botni
fjarðarins. Margir fiskimenn á þessum
slóðum óttuðust mjög, að bátar þeirra
myndu annaðhvort klemmast saman
eða gliðna í sundur vegna undarlegra
hreyfinga sjávarins.
Að öðru leyti er athyglisvert, að eftir
þessar jarðhræringar var kyrrt og hlýtt
veður 14 daga í röð, sem er afar óvenju
legt á þessum tíma árs. Þetta getur
einnig á vissan hátt orðið til að stað
festa það sem gamalt fólk á Íslandi
álít ur einum rómi og telur alveg víst,
að jarðskjálftar hafi alltaf haft í för
með sér þétt loft og óvenju milt og
gott veður.
Það að jarðskjálftinn hafði mest áhrif
Siglt suður með Þórðarhöfða, Málmey í baksýn. Ljósm.: Sigurjón Páll Ísaksson, 7. ágúst 2005.
6 Í Ferðabókinni segir (II:19): „Landskjálftar þessir urðu ekki eins ákafir í Húnavatnssýslu, en
fyrir austan okkur og norðan urðu þeir enn ákafari, allt austur til Húsavíkur, en þar urðu þeir
langmestir. … Í Fljótum féllu nokkrir ríðandi menn af hestum. Í Flatey eyddust 4 bæir. Húsin
féllu til grunna, en vetrarforði manna skemmdist. … Í Grímsey urðu hræringarnar svo ákafar,
að hús skemmdust, en mikið hrundi úr björgunum, og biðu hinir fátæku eyjarskeggjar mikið
tjón við það, því að skarfakáls og fuglahillur hröpuðu niður.“
7 Gottskálk Jónsson (um 1714–1757) prestur á Hvanneyri í Siglufirði. Hann fékk Hvanneyri
1735; varð bráðkvaddur 1757. Talinn lærdómsmaður í betra lagi.
GREINARGERÐ UM JARÐSKJÁLFTANN SEM REIÐ YFIR ÍSLAND 11. SEPTEMBER 1755