Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 138
138
SKAGFIRÐINGABÓK
Kålund tekur enga afstöðu til málsins,
heldur skýrir frá skoðunum heima-
manna. Jón Árni Friðjónsson fjallar
nánar um staðfræði sögunnar í grein
sinni, og segir þar um Hreðuklett og
aðstæður þar:
Hreðuklettur er víðsfjarri alfaraveg-
um og hreint ekki auðhlaupið þangað
upp um snarbrattar skriður. Ef hjarn
eða svell eru í hlíðinni mundi heldur
ekki álitlegt fyrir þá sem væru á ann-
að borð komnir þangað upp að renna
sér niður á jafnsléttu – og í hvaða
tilgangi? Þar að auki mætti þeim sem
fylgdu frásögn sögunnar verða ljóst
að ógerlegt mundi að ganga „á fram-
an verðan hamarinn“ ef átt væri við
Hreðuklett. … Þessi vandræðalega
svið setning styður þá skoðun að höf-
undur byggi á munnmælum en sé
fremur ókunnugur sögusviðinu.
Hann virðist ekki hafa skáldað frá-
sögnina inn í umhverfi sem hann
þekkti vel; þá verður að ætla að hon-
um hefði tekist betur til. (Jón Árni
Friðjónsson 2008:129).
Við þetta má bæta, að Hreðuklettur er
í um 500 m hæð, og neðan við hann er
allbreiður stallur í hlíðinni, svokall-
aðir Kambar, sem setur strik í reikn-
inginn á leiðinni niður.
En víkjum nánar að sögunni sjálfri.
Hún var til í tveimur gerðum, en af
annarri er aðeins brot varðveitt. Langt
er síðan bent var á ýmsa veikleika í
sannfræði Þórðar sögu. Þannig vakti
Guðbrandur Vigfússon athygli á því
árið 1855, að tímatal sögunnar gangi
ekki fyllilega upp. Sagt er í sögunni að
Þórður hafi komið til Íslands eftir fall
Sigurðar Eiríkssonar slefu (965). Þá
var Miðfjarðar-Skeggi hátt á átt-
ræðisaldri, en var þó skv. sögunni enn
í fullu fjöri.2 Einnig segir Guðbrandur
að á þessum tíma hafi Arnór kerl-
ingarnef búið á Miklabæ í Óslands-
hlíð.3 Um það má segja að heimildir
um búsetu Arnórs þar, þ.e. Bolla þátt
ur í Laxdælu (Íslenzk fornrit V:230–
248) og Arnórs þáttur kerlingarnefs (Ís
lenzk fornrit XV:152–155), eru ekk ert
mikið sennilegri en Þórðar saga, og
vísa auk þess frekar til tímans skömm u
fyrir kristnitöku. Tímatalið gengur
betur upp ef gert er ráð fyrir að Þórður
hafi komið til Íslands um 940, en þá
er lítið að marka frásögn sög unnar um
uppvöxt hans í Noregi.
Finnur Jónsson prófessor er ekkert
að skafa utan af umsögn sinni um
Þórðar sögu í hinni miklu fornbók-
menntasögu sinni, þar sem segir:
Sagan er ekki laus við að vera áhuga-
verð, einkum fyrri hlutinn, en bar-
dagalýsingar, sem mikið er um í
seinn i hlutanum, eru drepleiðinlegar.
Frásögnin af ástum Sigríðar og Ás-
bjarnar er það sem gefur sögunni
raun verulegt gildi, og ber vott um
2 Raunar segir Þórður á einum stað við Miðfjarðar-Skeggja, að hann sé heldur gamall orðinn.
(Íslenzk fornrit XIV:190). Konungasögum ber ekki saman um hvort það var Sigurður konungur
slefa, eða Guðröður bróðir hans, sem Klyppur bróðir Þórðar felldi, en það breytir ekki tíma-
setningunni. (Bjarni Aðalbjarnarson 1941:xcvii).
3 Guðbrandur Vigfússon (1855:370–371). Líklegt er að fyrst eftir landnám í Skagafirði, hafi
verið talsvert rót á byggðinni, og nokkrir áratugir liðið þar til byggð og bæjanöfn færðust í það
horf sem hélst nokkuð stöðugt fram eftir öldum.