Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 144
144
SKAGFIRÐINGABÓK
Hvernig ber að skilja söguna?
Ef við lítum á ofangreinda kafla, kem-
ur fram að þau hjón Þórhallur og Ólöf,
eru ýmist á Óslandi eða á Miklabæ í
Óslandshlíð. Þau eru á Miklabæ, þeg-
ar þau eru kynnt til sögunnar, síðan á
Óslandi þegar Þórður hreða kemur til
þeirra og grær sára sinna, og líklega
einnig þegar hann eignast hestinn
Svið grím. Þau eru á Miklabæ þegar
Þórður kemur frá skálasmíði í Flata-
tungu og einnig þegar bardaginn í
Svið grímshólum verður. Loks búa þau
Þórður og Ólöf á Miklabæ eftir að þau
giftast. Margir gætu haldið að þarna
sé um einhvern rugling að ræða, en
það þarf ekki að vera. Fram kemur að
Þórhallur var vellauðugur að fé, og
hef ur höfundurinn e.t.v. hugsað sér að
hann hafi átt báðar jarðirnar, haft bú á
þeim báðum, og verið þar til skiptis,
eins og algengt var um höfðingja og
auðmenn að fornu.7 Báðar jarðirnar
voru stórbýli, og Ósland mjög vel í
sveit sett með tilliti til verslunar,
siglinga og útgerðar, þar sem jörðin er
við Kolbeinsárós, sem jörðin dregur
nafn af. Þetta fær frekari stuðning af
sögubrotinu, þar sem segir að Eyvind-
ur vinur Þórðar reisti bú á Óslandi,
eftir að hann festi ráð sitt, en Þórður
og Ólöf bjuggu þá á Miklabæ.
Hreðuklettur í Kolbeinsdal. Ljósm.: Kári Gunnarsson, 2008.
7 Þannig segir t.d. um Eyjólf, sem seldi Þórði á leigu Ós í Miðfirði, að hann fór byggðum á
Torfu staði, því að hann átti þar annað bú. (Íslenzk fornrit XIV:172).