Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 146
146
SKAGFIRÐINGABÓK
Óslandshlíð að leita hestsins, þá segir
í sögunni: „Þeir ríða út í Sviðgríms
hóla.“ Og síðan: „… við Eyvindur
skul um leita hrossanna upp í háls
inn.“ Þetta getur ekki átt við Sviðn-
ing, sem er innan við Miklabæ, en
þetta getur vel átt við svæðið utan við
Ósland, þ.e. ofan við Miðhús og
Tuma brekku. Þar er háls eða öxl á
leið inni yfir að Stafshóli í Deildardal.
Þar heitir nú Stafshólsöxl og Axlar-
vegur. Það sem næst liggur fyrir er því
að athuga hvort hægt er að koma
lýsingum sögunnar heim við staðhætti
á því svæði.
Vettvangsathugun í Óslandshlíð
Hinn 22. júní 2008 fórum við Hjalti
Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarð
ar, út í Óslandshlíð til að kanna að-
stæður, og ræddum einnig við Jó-
hannes Sigmundsson bónda í Brekku-
koti. Síðan höfum við farið nokkrar
ferðir um svæðið til að kanna það
frekar, bæði saman og hvor í sínu lagi.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir
niður stöðunum.
Það fyrsta sem við leituðum að var
Skeggjahamar. Landamerki Miðhúsa
að austan, milli Miðhúsa og Tuma-
brekku, liggja um svokallaða Gróf
(Mið húsagróf og Grafargróf). Á vestur-
brún Grófarinnar eru allháir klettar á
tveimur eða þremur stöðum. Nyrsti
kletturinn heitir Háiklettur og er
þeirra hæstur og þverhníptastur, 16–
20 m hár ofan í botn Grófarinnar.
Hann er í landi Grafar og mun vera
huldufólksklettur.12 Annar klettur er
100 m sunnar, og má líta svo á að hann
sé syðri hlutinn af Háakletti. Þar eru
Horft suður Grófina. Hjalti Pálsson stendur á Háakletti, Syðstiklettur fyrir miðju.
Ljósm.: Sigurjón Páll Ísaksson, 2008.
12 Sagnir tengdar Háakletti eru í örnefnalýsingu Grafar, eftir Rósmund G. Ingvarsson.