Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 148
148
SKAGFIRÐINGABÓK
steini. Bratt er þar niður á þrjá vegu,
en hallalítið til suðurs. Þessi hóll hefur
að fornu mátt teljast allgott vígi, eink-
um í hálku og harðfenni. Hann er um
400 m frá Háakletti. Ofan við Axlar-
veginn eru lyngvaxnar brekkur með
smá melkollum, og er skilgreiningar-
atriði hvort má telja þær hluta af hól-
unum. Þar fyrir ofan eru góðir bithagar
fyrir hesta, m.a. Grænur og Fossabrekk-
ur, enda halda þeir sig þar mikið á
sumrin; einnig í Hrossadal, sem er þar
suður og upp. Annar Hrossadalur er í
Stafshólslandi, gróið drag sem sveigir
fyrir Öxlina að landamerkjunum, en
Hrossadalurinn í Tumabrekkulandi er
dýpri.
Við leituðum að gömlum reiðgötum
og rústum á þessu svæði. Um 400–
600 m ofan við núverandi þjóðveg
mót ar fyrir fornum reiðgötum milli
Miðhúsa og Grafar. Þær kallast Mið-
göt ur. Einnig má greina slitróttar göt-
ur frá Miðhúsum áleiðis yfir Öxl ina
(eða Hálsinn) að Stafshóli, en nú-
verandi bílvegur liggur að hluta þar
sem gömlu göturnar voru. Einnig
voru götur eftir bökkunum meðfram
sjónum.
En má þá koma lýsingum Þórðar
sögu heim við aðstæður á þessum
slóðum? Hér skal það reynt, en hafa
ber í huga að þegar sagan gerist
(skömm u eftir landnám) hefur þetta
land allt verið skógi vaxið, og e.t.v.
einnig að einhverju leyti um 1350,
þegar sagan er rituð. Samkvæmt sög-
unni var þetta um jólin; snjór var í
hlíðinni og harðfenni víða. Þeir Þórð-
ur, Eyvindur og Þórhallur ríða frá
Miklabæ og ætla út í Sviðgrímshóla.
Þeir nema staðar í landi Miðhúsa, sem
óvíst er að hafi verið til sem bújörð á
þeim tíma. Skv. sögunni var hlaðinn
garður þar, e.t.v. hestarétt. Þórhallur
verður þar eftir með hestana, en Þórður
Horft af Syðstakletti yfir Grófina. Fyrir miðju ber við loft vígið norðan í Hasti, með vörðu.
Ljósm.: Sigurjón Páll Ísaksson, 2008.