Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 149
149
HUGLEIÐINGAR UM STAÐFRÆÐI ÞÓRÐAR SÖGU HREÐU
og Eyvindur ganga áleiðis upp í hól-
ana til að leita hestsins, sem gæti hafa
leitað í skóginn vegna harðfennisins.
Össur kemur skömmu síðar að garðin-
um, finnur þar Þórhall bónda og fær
upplýsingar um hvar Þórður er, rotar
svo Þórhall með öxarhamri. Össur
hleyp ur með mönnum sínum upp í
skógi vaxna hlíðina. Þeir Þórður og
Eyvindur verða varir við eftirförina,
Þórður hyggst fyrst verjast á Skeggja-
hamri (Háakletti), en sér svo að betra
vígi er í Sviðgrímshólum (á Hasti).15
Þeir félagar renna sér fram af hamrin-
um með spjótin á milli fóta sér, allt á
jöfnu (í botni Grófarinnar). Þeir kom-
ast svo á Sviðgrímshóla, nánar tiltekið
á melinn norðan í Hasti, og verjast þar
uns Össur fellur. Haugur var orpinn
eftir Össur (líklega einhvers staðar á
þessum slóðum, tæplega þó í Snorra-
bæli). Þórður fer svo að dysinni með
Miðfjarðar-Skeggja, sem nær ekki að
slíðra Sköfnung í blóði hans, og ríður
því til Miklabæjar og heggur hausinn
af Þórhalli bónda. Allt fer því vel að
lokum, og Þórður giftist ekkjunni.
Almennt um söguna
Þórðar saga hreðu hefur lengi notið
fremur lítillar virðingar í fræðaheim-
inum, en nú má greina merki þess að
það sé að breytast.16 Áður fyrr var hún
vinsæl meðal almennings. Þegar sagan
er lesin hvarflar að manni að hún sé
öðrum þræði skrifuð til að sýna fram á
fáránleika hefndarskyldunnar. Af dráp i
Nærmynd af „víginu“ á Hasti, Hjalti Pálsson býst til varnar.
Ljósm.: Sigurjón Páll Ísaksson, 2008.
15 Einnig er hugsanlegt að Þórður hafi ákveðið að fara fyrst á hamarinn, til þess að fá betra ráðrúm
til að komast á vígið í Sviðgrímshólum.
16 Hans Kuhn (2006).