Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 150
150
SKAGFIRÐINGABÓK
eins manns, Orms Þorsteinssonar, sem
hafði ekki virt gerða samninga, leiddi
að 47 ættingjar hans og vinir voru
drepnir í tilraunum til að koma fram
hefndum, auk þess sem 17 af mönnum
Þórðar hreðu féllu. Samtals 64 menn í
blóma lífsins! Það hefur verið mikil
blóðtaka á landnámsöld, þegar landið
var ekki fullbyggt og skortur á verk-
færum mönnum.
Líklegt er að sambandi hinna tveggj a
gerða sögunnar sé svo háttað, að fyrst
hafi heila gerðin verið samin, e.t.v. af
skagfirskum manni, sem var þó vel
kunnugur í Miðfirði. Stuðst var við
gömul munnmæli, og var sögunni
m.a. ætlað að bæta úr vöntun á skag-
firskri Íslendingasögu. Þegar Jón Há-
konarson í Víðidalstungu lætur nokkr u
síðar rita Vatnshyrnu, með úrvali Ís-
lendingasagna, fær hann Þórðar sögu
hreðu í hendur. Hann sættir sig ekki
við söguna í þeirri mynd, því að hún
kemur ekki heim við ýmsar sagnir,
sem hann hefur heyrt af söguhetjun-
um og niðjum þeirra, en þar er að
hlut a um að ræða forfeður hans. Hann
fær því ritfæran mann til að endur-
semja söguna eins og hann vill hafa
hana, bæta við efni úr rituðum
heimildum og ljúka henni með ættar-
tölum til sín og Ingileifar Árnadóttur
konu sinnar. Hún var afkomandi Sig-
hvats Sturlusonar á Grund í Eyjafirði,
og Þórðar kakala sonar hans. Ættir
þeirra beggja, Jóns og Ingileifar, eru
raktar til Einars Eyjófssonar Þveræings
sem bjó á [Munka-]Þverá í Eyjafirði,
og konu hans Guðrúnar Klyppsdótt-
ur, bróðurdóttur Þórðar hreðu. Varð-
andi hugsanlega sagnageymd, má geta
þess að Jón átti hálfa Grund í Eyja-
firði; hann bjó fyrst á Auðunarstöðum
í Víðidal, í næsta nágrenni við Mið-
Snorrabæli í Miðhúsagróf. Stafshólsöxlin ofarlega t.v. Ljósm.: Sigurjón Páll Ísaksson, 2008.