Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 155
155
Morðdysjarhæð.6 Hún er há og víð
um sig. Það örnefni halda menn sé
síðan heiðarvígin, er urðu hér um
Anno 1025 (1018), eður 2 árum síðar.
Fleiri eru örnefni sunnarlega á heið-
inni, og þau flest eftir ránsmennina,
er héldu sig í hellirnum Surt, sem er í
hrauninu skammt fyrir austan Norð-
língafljót, þá komið er af Þorvalds-
hálsi.7
Eg vík aftur til fornmannahauga og
greftrunarstaða, því það er meir
merkilegt og þessu fyrirtæki eigin-
legra. Í Hegranessþingi, í Hjaltadal,
örskammt frá sjálfum Hólastóls bisk-
upsgarði, þar fyrir innan og upp til
fjallshlíðarinnar, er hæð ein, sem köll-
uð er Hof eður á Hofinu. Þar halda
menn að þeir nafnkenndu Hjaltasynir
hafi haft aðsetur sitt. Þar gróf til Þor-
geir ráðsmaður Jónsson8, bróðir bisk-
ups Herra Steins, hér um Anno 1726.
Erlendur Ólafsson9 bróðir minn, sem
þá var þar locator [þ.e. heyrari], en nú
er sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, var í
verki með honum. Þeir fundu eigi
UM FORNMANNAHAUGA OG UM FORNMANNAFÉ
6 Leggjabrjótur er sunnan við Arnarvatn stóra. Þar er nú Mordísarvatn og Mordísarhæð. Þess má
geta að í fornu máli hafði orðið ‘morð’ m.a. merkinguna að fela lík eða ganga ólöglega frá því.
7 Þorvaldsháls er við jaðar Hallmundarhrauns.
8 Þorgeir Jónsson (um 1661–1742) var lengi Hólaráðsmaður í tíð Steins Jónssonar biskups,
bróður síns.
9 Erlendur Ólafsson (1706–1772), síðar sýslumaður, var heyrari (kennari) í Hólaskóla 1726–
1728.
Skiphóll í Vallhólmi norðan við Vindheimabrekkur. Í baksýn er Akraöxlin og ofan við
hana Heimdalur og Tungufjallið. Svartá í forgrunni og fyrir miðju forn farvegur Héraðs
vatna, en að fornu rann kvísl úr þeim vestur með Vindheimabrekkunum og sameinaðist
Svartá á þessum stað. Ljósm.: Hjalti Pálsson.