Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 156
156
SKAGFIRÐINGABÓK
nema lítið eitt af gömlum fornaldar-
menjum. Gröf fundu þeir víst, er lá í
miðlum norðurs og suðurs, og kol hjá
að mig minnir.
Í Hegranessþingi í Skagafirði, í
Hólminum, heitir Skiphóll. Það er í
Hólminum framarlega. Hann er geysi
stór, hér um 30 faðma á hæð, að sagt
er. Hann er allur grasi vaxinn, og svo
brattur, að varla verður upp á hann
gengið, og er sléttlent allt í kringum.
Í hlíðina hefir grafið verið, og segja
menn þar hafi tréverk fyrir orðið, en
graftrarmenn komust ei lengr a fyrir
ýmislegum forynjulátum og forfæl-
ingum. Segja menn, að í fyrndinni
hafi sjór gengið þangað fram í fjörð-
inn, svo sem enn má sjá merki til af
sjóvargrjóti og sjóvar bárum þar á
jörðunni.
Um þann mikla vöxt og um líkama-
stærð sumra fornaldarmanna eður risa.
Á Íslandi hafa engin ýkja stór
manna bein fundist. Eigi fundu þeir
Þorgeir Jónsson og Erlendur Ólafsson
bróðir minn, nema almenn manna-
bein, þá þeir grófu til leið[i]s þeirra
Hjaltasonu á Hofinu þar hjá Hólum í
Hjaltadal.
Um Hjaltasona legstaði á Hofinu
hjá Hólum í Hjaltadal er áður getið,
og eru þeir eigi stærri, en við hæfi
þessara tíma.
Árni í Bólstaðarhlíð10 fann ístað
norður á Reynistaðarafrétt við Laxár-
dal, og var sagt mestanpart vera af
gulli. Það var sent til K(aupmanna)
hafnar að steypa við, en þeir höfðu þar
ei svo góðan málm, og var sent til
baka. Hann fann og þar á fjallinu fyrir
ofan Hlíð11 p(eni)nga þrjá eður fjóra,
að stærð sem tvöfaldur Crón(ur), úr
málm i sem líkastur var hvítum
Printz metal.
Hér lýkur frásögn Jóns Ólafssonar um
Skagafjörð. Engum getum skal að því
leitt hvaða heimildir hann hafði fyrir
þess u, að öðru leyti en því að hann
nefn ir Erlend Ólafsson bróður sinn,
sem tók þátt í uppgreftinum á Hofi.
Ekki er ólíklegt að Erlendur hafi einn-
ig frætt Jón um haug Þórðar hreðu,
því að Erlendur var nemandi í Hóla-
skóla 1723–1725, þegar uppgröft ur-
inn fór fram.
Æskilegt er að þetta rit Grunna-
víkur-Jóns verði gefið út í heild, enda
eru þar ýmsir fróðleiksmolar sem feng-
ur er að, einkum hvað snertir þjóðtrú.
Markmiðið með þessari útgáfu er fyrst
og fremst að vekja athygli á þessari
heimild og gera efnið um Skaga-
fjarðarsýslu aðgengilegt fyrir fræði-
menn og grúskara.
Sigurjón Páll Ísaksson bjó til prentunar.
10 Árni Þorsteinsson (1693–1768), bóndi í Bólstaðarhlíð, A-Hún.
11 Líklega Bólstaðarhlíð.