Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 157
157
SVIPMYND ÚR ÆSKU
____________
Það er vetrarkvöld heima. Ekki er
kveikt í baðstofunni þótt dimmt sé
orðið, því ljósmetið, olíuna á að spara.
Þessar fáu hræður, sem á bænum eru,
fleygja sér því upp í rúm sín og sofna
um stund. Stundum er þó einhver að
prjóna eða þæfa sokka eða vettlinga.
Aldrei er kveðið eða sungið og því
síður sagðar sögur. Það kann víst eng-
inn.
Úti er gott veður, frost nokkurt og
snjór og svell hvar sem litið er. Ég er
um það bil tíu ára gamall. Enginn
sleði er til á bænum sem ég gæti rennt
mér á og því síður eru til skautar eða
skíði. Ég gerði tilraun til að renna mér
á hrossleggjum, en það gekk illa og
gafst ég loks upp við það. Mér sárnaði
líka mjög er ég sá jafnaldra mína á
næstu bæjum bruna áfram eftir ísnum
á skautum sem feður þeirra höfðu gefið
þeim. Þegar ég var sendur til næsta
bæjar þá fékk ég að festa á mig skaut-
ana einhvers drengjanna þar, og fannst
mér það furðu vandalítið að standa á
og renna á svona þunnum járnum.
Ekki bað ég föður minn að gefa mér
skauta, og hann gaf mér þá ekki. En
viti menn. Þegar ég er rúmlega tví-
tugur og alfarinn úr föðurhúsum fyrir
mörgum árum, þá sendir hann mér
dágóða skauta með ferðamanni (í
kaupstaðarferð). Þá skauta hafði hann
víst fengið ódýrt upp í einhver skulda-
skipti. Þegar hér var komið var ég
hættur að hugsa um að renna á skaut-
um, fannst ég vera orðinn of fullorðinn
til að byrja þetta nám. Ég notaði þessa
skauta því mjög lítið, en ég geymi þá
enn.
Eins og að framan segir, hölluðu
flest ir sér út af í „auða rúmið“ sem
kall að var. Það var ysta rúmið í baðstof-
unni, eða næst dyrunum fram í göngin.
Eftirfarandi frásögn er færð í letur af manni sem fæddur var á árabilinu 1880–1890, og
ólst upp í foreldrahúsum fram yfir fermingu, lengst af á bæ einum austan Vatna. Hún er
birt hér til að minna á að þá eins og nú ólust börn upp við misjafnar fjölskylduaðstæður
og efnahag, og að ekki var alltaf bjart yfir æskuminningunum. Í Skagfirskum æviskrám
fá foreldrar piltsins prýðisgóða umsögn, einkum og í sér í lagi fyrir þrifnað. Því er tæp-
lega hægt að alhæfa um fjölskyldulífið út frá þessum minningabrotum.
Ritstjórn