Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 159
159
I. Um ljóðið og höfund þess
Tvennum sögum fer um það, hven ær
og hvar sr. Matthías orti ljóð sitt,
Skaga fjörður, sem síðar varð þjóð
kunnugt undir nafninu Skín við sólu
Skagafjörður, upphafslínu kvæðisins.
Ennfremur eru skiptar skoðanir um
skáldskapargildi þessara tólf erinda.
Jónas Jónsson frá Hriflu ritar m.a. svo
í formála fyrir úrvali ljóðmæla skálds
ins (1945):
Þegar Matthías kom ofan af Sinaifjalli
andagiftar sinnar, áður en kvæðinu
var lokið, gátu komið tilfinnanlegir
og óbætanlegir smíðagallar á fögur
ljóð. Þetta kemur glögglega fram í
kvæðinu „Skagafjörður“, sem við hlið
Gunnars hólma er fegursti og andrík
asti hér aðs óður sem til er á íslenzku.
Nálega hvergi koma allir kostir
Matth íasar jafnvel fram og í þessu
kvæði.1
Sínum augum lítur hver á silfrið. Von
andi eru fáir þeirrar skoðunar, að
kvæð ið Skagafjörður sé með sama
snilldarbragði og Gunnarshólmi Jón
asar Hallgrímssonar. Jónas frá Hriflu
minnist á kvæði þetta í öðru riti og
farast m.a. svo orð:
KRISTMUNDUR BJARNASON
SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR
Ljóð og lag
____________
Það komst brátt á í Skagafirði, að hver
æskumaður, sem fæddist upp í sýsl
unni, skyldi telja sér heiðursskyldu að
kunna Skín við sólu Skagafjörður
utanbókar, allt frá barnsaldri.2
Mikið er, ef rétt reynist. Þáttarhöfund
ur þekkir engan, sem lagt hefur á sig
að læra það kvæði í heild. En Jónas
heldur áfram:
Brátt mynduðust þjóðsagnir um það,
hvenær og hvar Matthías hefði verið
staddur, þegar hann orti kvæðið. Nú
vildi svo til, sumarið 1938, að ég var
staddur í Los Angeles á Kaliforníu
strönd og gestur í húsi Gunnars, son
ar Matthíasar. Talið barst að ljóðagerð
föður hans og meðal annars að ýmsum
tilgátum um tilkomu hins skagfirzka
lofkvæðis. Þá sagði Gunnar mér sögu
þessa dularfulla ævintýris. Gunnar
sagði, að faðir hans hefði ort kvæðið
að kvöldlagi um vetur í skamm
deginu. Það var mikið frost og úti var
kafaldshríð. Börnin sátu hjá móður
sinni í dagstofunni en Matthías var í
skrifstofu sinni og las eða skrifaði.
Frúin bar á borð kvöldverð, en sá að
maður hennar mundi ekki óska eftir
að hætta verki fyrr en honum þætti