Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 162
162
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekkert er minnzt á þetta mál í
gjörðabók sýslunefndar, svo að hún
hefur ekki staðið beint að málinu.10
Trúlega hefur Þorvald misminnt.
Áskor un um skáldastyrk til handa
Matthíasi hefur líklega verið borin
upp á málfundi á Sauðárkróki, en
margs konar fundahöld fóru fram um
sama leyti og sýslunefnd þingaði og
voru vel sótt af sýslufundarmönnum
sem öðrum.11 Til þorradægra á þess
um árum á Sýslufundarvikan, sem
fljót lega var nefnd Sæluvika, rætur að
rekja.
Ljóst er, að Skagfirðingar töldu
Matthí as vel að skáldalaunum kominn
fyrir kvæðið Skagafjörður, sem birtist
fyrst í blaði hans, Lýð, vorið 1889, eins
og fyrr er að vikið. Matthías hlaut þá
eða síðar hring að skáldalaunum frá
Skagfirðingum. Komst hann síðar í
eigu Gunnars sonar hans í Los Angel
es.12
Ólafur alþingismaður Briem á Álf
geirsvöllum bar fram þá tillögu skag
firzkra kjósenda árið 1891, að alþingi
veitti Matthíasi skáldalaun fyrir kvæð
ið um Skagafjörð. Málið var reif að í
fjárlaganefnd. Vildu þrír nefndarmenn
veita skáldinu 3.000 kr., en fjórir voru
á móti. Varð nefndin ásátt um 1.200
kr., en efri deild lækkaði niður í 600
kr. Var sá styrkur sam þykktur. Á sama
þingi hlaut Torfhild ur Hólm 500 kr.
skáldastyrk á ári.13
Það má hafa verið skáldinu hvatning
að mæra Skagafjörð í ljóði, nýlega
kominn úr boðsferð til Sauðárkróks.
Hann hafði annars margs að minnast
úr Skagafirði frá fyrri tíð, fór alloft um
héraðið og þekkti vel til. Fyrst mun
hann hafa komið þar sumarið 1858, þá
búðarsveinn um borð í Mettu, spek ú
lantsskipi Jóns lausakaupmanns í
Flatey á Breiðafirði. Að vísu nefnir
skáldið árið 1857 í minningum sínum
og haustið það ár, en hvort tveggja er
rangt, þar eð það stangast á við opin
berar skýrslur frá því ári, samtíma
heimildir (dagbækur) – og landslög.
Löggilding Sauðárkróks til „uppsigl
ingar“ var bundin við 1. janúar 1858.14
Síra Matthíasi segist svo frá um fyrstu
kynni af Sauðárkróki:
Um sumarið var ég með lausakaup
manni, Jóni bróður Sigurðar í Flatey,
og verzluðum við á Skagafirði, í Hofs
ósi og Sauðárkróki, sem þá (1857) var
ekki byggður. Fagur var þá Skaga
fjörður, svo að mér hló hugur í brjóst i.
Eitt laugardagskvöld, er ég hafði lítið
sofið um vikuna, því að „ös“ var, reið
ég til að skoða fjörðinn; komst að
Matthías Jochumsson skáld. Eigandi: HSk.