Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 171
171
SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR
eða laust fyrir 1910, um þær mundir,
er kynni tókust með þeim Stephani.
Sigurður hefur ef til vill framan af ver
ið svolítið feiminn við að hampa þess
um frumburði sínum á opinberum
vettvangi. Jón Sigurðsson virðist hafa
verið fyrsta lagið, sem Sigurður gerði
heyrinkunnugt. Til er frásögn um til
urð lagsins Skagafjörður:
Tildrög að því að hann samdi þetta
lag eru þannig, að Matthías Jochums
son sendi Gunnari syni sínum kvæðið
vestur. Gunnar las síðan kvæðið fyrir
nokkra landa sína, sem saman voru
komnir. Sigurður var þar staddur og
varð svo hrifinn af kvæðinu, að það lét
hann ekki í friði fyrr en hann var
búinn að semja lagið við það…64.
Kvæðið kallaði fram ljúfar minningar
frá sumardvölinni í Hegranesi. Óvíst
er, hvenær þessi atburður gerðist. En
góður kunningsskapur tókst með
þeim Gunnari Matthíassyni og entist
meðan báðir lifðu.
Eins og áður hefur verið drepið á,
var kvæðið Skagafjörður Gunnari ekki
nýnæmi og ósennilegt, að skáldið hafi
sent syni sínum það eitt ljóða vestur á
Kyrrahafsströnd. Hér mun sennilega
átt við fyrstu útgáfu af kvæðum
Matthí asar, sem kom út á árun um
1902–1906. Kvæðið er í öðru bindi
Ljóð mælanna, sem út kom 1903 á
Seyðisfirði.65 Það hefur sennilega verið
komið í hendur Gunnari síðla árs 1903
eða á árinu 1904. Sigurður hefur síðar
kynnzt ljóðinu í kunningjahópi Gunn
ars.
Hvað sem um það er, varð Sigurður
sem bergnuminn er hann hlýddi ljóð
inu. Kvæðið reyndist honum svo hug
stætt, að hann varð að sjálfs sögn ekki
í rónni, fyrr en hann hafði samið lag
við það, og var það frumraun hans á
sviði tónsmíða. Ólafur Sigurðsson á
Hellulandi telur sig taka orðrétt eftir
Sigurði:
Þegar mér svo löngu síðar barst í
hend ur kvæði Matthíasar, „Skaga
fjörður“, þá kom lagið „Skín við sólu
Skaga fjörður“, eins og ósjálfrátt úr
djúpum hugans.66
Ef rétt er eftir haft, sem dregið skal í
efa, hefur Sigurður breytt heiti lagsins,
þótt þess sjái hvergi merki. Hann ritar
ávallt titil þess: Skagafjörður. Hitt
mun sanni nær, að Skagfirðingum er
gjarnt að nefna lagið Skín við sólu
Skaga fjörður, og er það eðlilegt. Hér
hafa Sigurði trúlega verið lögð orð í
munn. Það breytir litlu.
Lagið mun fyrst hafa verið leikið
opinberlega í Skagafirði 1911. Það var
hornaflokkur frá Akureyri, sem lék
Sigurður Helgason tónskáld og seinni kona
hans, Hildur Helgason. Eigandi: HSk.