Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 185
KAGFIRÐINGABÓK er rit Sögufélags Skagfirðinga. Bókin hefur komið út
frá árinu 1966 og flutt lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Hér
birtist 32. hefti bókarinnar, með sama sniði og síðast, en heldur efnismeira
og ríkulega myndskreytt.
Efni bókarinnar er fjölbreytt að vanda. Fyrst er grein eftir Guðbrand Þorkel
Guðbrandsson um Helga Rafn Traustason kaupfélagsstjóra, Sigurjón Björns-
son rifjar upp minningabrot frá vegavinnuárum á Vatnsskarði og gerir grein
fyrir teikningum Jóhannesar Geirs listmálara af vegavinnumönnum, Sigmar
Hróbjartsson birtir skemmtilegar æskuminningar frá Sauðárkróki og úr
Hegranesi, og með fylgir Hellulandsbragur Gunnars Einarssonar á Berg-
skála, Björn Jónsson á Akranesi skrifar um Eggert Jóhannsson frá Vind-
heimum, ritstjóra í Vesturheimi, og Haraldur Jóhannsson um Sillu á Þöngla-
bakka, þýdd er greinargerð þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
um jarðskjálftann 1755, Sigurjón Páll Ísaksson birtir hugleiðingar um stað-
fræði Þórðar sögu hreðu, og minnisgreinar Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
um fornmannahauga og fornmannafé, þá fylgir heldur nöturleg svipmynd úr
æsku. Bókinni lýkur á fróðlegri grein Kristmundar Bjarnasonar um þjóðsöng
Skagfirðinga, Skín við sólu Skagafjörður – ljóð og lag, og frá sögn Þorsteins
Sigurðssonar í Hjaltastaðahvammi af ferð heim í jólafrí úr Hólaskóla 1935.
Það er von ritstjórnar, að bókin og efni hennar falli lesendum vel í geð, og
að þeir veiti áfram öflugan stuðning við útgáfu Skagfirðingabókar. – Hægt er
að gerast áskrifandi að bókinni í síma 453 6640 eða með því að senda
tölvu skeyti í netfangið: saga@skagafjordur.is
S
Myndina hér að ofan tók Hjalti Pálsson 27. ágúst 2007 af
verslunar húsunum í Haganesvík. Þar hóf Helgi Rafn Traustason
kaupfélagsstjóri starfsferil sinn í Skagafirði. Barðshyrna í baksýn.
FORSÍÐUMYNDIN er málverk Kristínar Jónsdóttur af Drang ey,
Þórðar höfða og Málmey. Í forgrunni eru bæjar húsin í Enni,
og handan við ána Hof á Höfðaströnd. Eigandi myndar:
Guðrún Bergsveinsdóttir. 32
S
K
A
G
FIR
Ð
IN
G
A
B
Ó
K