Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 22
nokkur ár á Vökudeild Landspítalans. „Það var yndislegur tími. Þá átti ég engin börn svo ég fékk útrás fyrir móður- kenndina þar.“ Sigríður hafði ekki alveg gefið gamla kenn- aradrauminn uppá bátinn. Fjótlega var hún fengin til að kenna rannsóknir í Háskólanum, við námsbraut í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. Frá Þingeyrí til Kanada Sigríður gat látið báða drauma sína rætast og sameinað starf sitt sem hjúkrunarfræðingur áhuga sínum á kennslu. „Þegar ég hafði kennt í nokkur ár fór ég til Þingeyrar árið 1984. Ég tók við heilsugæslustöðinni og maðurinn minn gerðist sóknarprestur þar. Það var fyrsta brauðið hans.“ Það átti þó ekki fyrir þeim að liggja að ílendast þar. Sigríður hafði ekki sagt skilið við námsbækurnar að fullu. „Við fórum frá Þingeyri til Kanada til frekara náms og þegar þangað kom náði kennarinn í mér yfirhöndinni. Masters- námið glæddi enn frekar áhuga minn á kennslu og rann- sóknum enda var námið með áherslu á kennslu, rann- sóknir og stjórnun." Þegar hún kom heim frá Vancouver fór hún að starfa í Nýja hjúkrunarskólanum sem námstjóri. Síðan fór hún aftur að kenna við Háskóla íslands. „Ég fékk fasta stöðu þar og var í henni þar til ég kom hingað til Akureyrar árið 1991.“ Þegar Sigríður tók við starfi forstöðumanns heilbrigðis- deildar Háskólans á Akureyri var hún þegar byrjuð að halda fyrirlestra víða erlendis til að kynna rannsóknir sínar. Fljótlega eftir að hún kom til Akureyrar hélt hún fyrirlestur í Svíþjóð og þar var Elisabeth Hamrin, prófessor við háskól- ann í Linköping, meðal áheyrenda. „Hún var ritstjóri tíma- rits og fékk mig í ritnefndina." Doktorsnám í Svíþjóð Þrófessor Hamrin lét sér ekki nægja að fá Sigríði í ritnefnd: „Hún var svo ákveðin í að fá mig í doktorsnám. Annað kæmi ekki til'greina. Og það tókst henni.“ Sigríður var í hálfgerðu fjarnámi en var mikið á ferðinni á milli Akureyrar og Linköping. Hún þurfti ekki að leggja neitt fé út fyrir doktorsnáminu og talar um örlæti Svía í því sambandi. „Ég ætlaði ekki að leggja það sama á fjölskylduna og þegar við fórum í mastersnám því þá seldum við allt sem við áttum og komum eignalaus heim. Við áttum ekki einu sinni hjónarúm." í Svíþjóð var ekki hægt að Ijúka doktorsprófi í hjúkrun þannig að Sigríður hefur nafnbótina Doctor of Medical Science. Flestir þeirra sem voru með henni í námi voru læknar. Hún lagði þó áherslu á hjúkrunarþáttinn í náminu. „Ég er svo mikill hjúkrunarfræðingur í mér og hjúkrunar- fræðingar eru mínar hetjur, ekki endilega Florence heldur konur eins og María Þétursdóttir til dæmis. Hún var einn af frumkvöðlum hjúkrunar á íslandi. Hún er að verða 79 ára gömul en er svo lifandi og hress ennþá.“ Það var mikið álag fyrir Sigríði að stunda námið frá íslandi, og leggja oft á 214 sig 14 stunda ferðalag til Linköping. En hún er ein af hetj- unum og útskrifaðist árið 1998. Rannsóknir Sigríðar Það þykir ekki heiglum hent að vera móðir, í fullu starfi og stunda jafnframt doktorsnám. í hverju er starfið í Háskól- anum á Akureyri helst fólgið? „í starfi forstöðumanns heilbrigðisdeildar er stjórnunarþátturinn 50%, rannsóknir 25% og kennsla 25%. Það vill oft verða svo í stjórnunar- störfum að annað situr á hakanum. Fyrsta árið hér duttu rannsóknir mínar alveg niður. Smám saman náði ég betri tökum á hlutunum og fékk meiri tíma fyrir rannsóknir. Ég varð líka að stunda rannsóknir í doktorsnáminu." Sigríði finnst gott að þurfa að kenna líka því hún hefur ákaflega gaman af því. Hún hefur líka sérstakan áhuga á að vita hvernig nemendur skynja umhyggju og umhyggju- leysi hjá kennurum sínum og hóf að rannsaka það fljótlega eftir að hún kom heim úr mastersnámi. „Ég hafði áður rannsakað upplifun sjúklinga á umhyggju og umhyggju- leysi og komst að því að það er að mörgu leyti svipað að vera nemandi og sjúklingur. Báðir eru berskjaldaðir. Kenn- arar geta sýnt mikið umhyggjuleysi og brotið niður fólk.“ Hún segir að flestir sem líti til baka yfir námsferil sinn hafi orðið vitni að umhyggjuleysi. Sigríði er tíðrætt um umhyggju og umhyggjuleysi. í rann- sóknum sínum flokkar hún umhyggjuleysi í fernt: Afskipta- leysi, tilfinningaleysi, hörku (virkt umhyggjuleysi og d) mann- vonsku (þar sem markmiðið er að eyðileggja). Langflestir kennarar og hjúkunarfræðingar eru umhyggjusamt fólk, en það eru þessi fáu skemmdu epli sem brjóta niður. „Ég Sigríður ásamt lærimeisturum sínum. F.v. dr. Sally Thorne, dósent v. háskólann í Bresku Kólumbíu, Sigríður, María Pétursdóttir og dr. Elísabeth Hamrin, prófessor v. Linköping háskóla. man eftir tveimur piltum úr unglingaskóla sem urðu fyrir grófu umhyggjuleysi og ég held að þeir hafi aldrei borið sitt barr síðan.“ Sigríður á enn eftir að birta niðurstöður sínar Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.