Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 29
ur. Hugmyndin hafi alltaf verið að snúa aftur til starfa inni á sjúkrahúsi. Þegar út í námið var komið leiddi eitt af öðru og hún var hvött til að halda áfram námi vegna þess að það vantaði fólk sem gat kennt hjúkrun í háskóla í Noregi. Til námsins fékk hún styrk frá norska hjúkrunarfélaginu með þeim formerkjum að hún kæmi heim og sækti um starf við háskólann í Ósló að námi loknu. Með doktorsgráðuna í vasanum hélt hún heim til Noregs og byrjaði að starfa við rannsóknir á Ríkisspítalan- um í Ósló en hóf fljótlega störf sem dósent við Rannsókn- arstofnun í hjúkrun við háskólann í Ósló og varð prófessor árið 1995. Á námstímanum í Bandaríkjunum var Marit samtímis dr. Kristínu Björnsdóttur og segir að samskipti við hana hafi gefið sér mikið. Þær hafi átt sálufélag vegna þess að menningarlegur bakgrunnur þeirra og skilningur hafi verið líkur. Hún segir að norskir hjúkrunarfræðingar hafi líkt og íslenskir sótt mikið til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Kennarar í hjúkrunarháskólum í Noregi hafi mjög sterk sambönd í Bandaríkjunum. Þess vegna sé bandarísk hugsun í hjúkrun vel þekkt í Noregi eins og hér. „Hins vegar gætir gagnrýnni hugsunar í norskri hjúkrun en í hefðbundinni bandarískri raunhyggju," segir Marit. „Vísindahyggjan eða raunhyggjan er viðurkennd en túlk- unarfræði með gagnrýna afstöðu evrópskra heimspekinga að fyrirmynd eiga einnig upp á pallborðið. Rannsóknir Kari Martinsen á umönnun hafa haft veruleg áhrif. Hún hefur meðal annars spurt um hvað norskar hjúkrunarrannsóknir eigi að snúast. Hún byggir sínar hugmyndir á evrópskri heimspekihefð og notfærir sér þekkingu frá félagsvísindum og öðrum fögum utan hjúkrunarfræðinnar. í Finnlandi fæst Kati Eriksson við svipuð viðfangsefni. Þessar hugmyndir eru enn að mótast og kannski á eftir að finna einhvern norrænan samhljóm í þeim.“ Marit finnst mikilvægt að finna hvað er sérstakt í nor- rænu umhverfi og finnst ekki ástæða til að vera stöðugt að taka mið af og heimfæra þekkingu annars staðar frá, hvort sem er frá Bandaríkjunum eða meginlandi Evrópu. Henni finnst að bandarísk hjúkrun t.d. miðast of mikið við afköst (streamlined) og að þar sé allt of mikil áhersla lögð á hjúkrunargreiningar. „Það sem er að hjúkrunarrannsóknum er að það hefur verið of mikið um fögur en innantóm orð. Umræðan hefur verið of heimspekileg og raunhæfar spurningar hafa verið of fáar. Við höfum velt okkur upp úr alls kyns fræðilegum vandamálum en gleymt að spyrja hvernig við getum veitt sjúklingnum betri aðstoð. Þessi heimspekilega umræða hefur gert sitt gagn en nú er tími til kominn að hún verði jarðbundnari. í stærra samhengi finnst mér spennandi verkefni að finna samhljóm hjúkrunar á öllum Norðurlönd- um,“ segir Marit og skellihlær þegar hún er spurð hvort hún hafi nokkuð farið í skóla til Maríu Lysnes, sem er mörgum íslenskum hjúkrunarfræðingum að góðu kunn. María Lysnes er að verða níræð en þreytist seint á að gagnrýna síðari tíma stefnu í hjúkrun. Marit segir að í Noregi sé mjög vinsælt að stunda eigindlegar (qualitative) rannsóknir um þessar mundir: „Bæði fyrirbærafræðilegar og túlkunarfræðilegar rann- sóknir eru að ryðja sér til rúms þó að enn treysti margir betur hefðbundnum megindlegum (quantitative) rann- sóknaraðferðum. Það felst þó viss hætta í því ef eigind- legar rannsóknir verða allsráðandi, þessar rannsóknar- hefðir verða að haldast í hendur. Hverju sinni verðum við að vega og meta hvaða aðferð á við. Túlkunarfræðilegar rannsóknir opna nýja möguleika og með þeim er hægt að draga fram í dagsljósið ýmiss konar óleyst vandamál í hjúkrun." Með hugmyndir sínar að leiðarljósi er Marit hugmynda- smiður og þátttakandi í tilraunaverkefni sem er nýlega hafið á hjúkrunarheimilum í heimalandi hennar. „í Noregi, sem víða annars staðar, vantar stöðugt starfsfólk I öldrun- arþjónustu. Meðal hjúkrunarfræðinga hefur öldrunarhjúkr- un beinlínis þótt fremur hallærisleg og haft á sér orð fyrir að vera hálfgerð þrautalending fyrir afdankaða hjúkrunar- fræðinga. Þessari óheillaþróun held ég að sé hægt að breyta með þverfaglegri samvinnu og rannsóknum." Hún sér fyrir sér að öldrunarþjónusta verði vinsæll og eftirsóknarverður starfsvettvangur vegna þess að þar fari fram gróskumikið og spennandi framfarastarf. Verkefnið snýst um kennslu á hjúkrunarheimilum og er samstarfs- verkefni nokkurra sveitarfélaga í Noregi og menntastofn- ana fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Marit geislar af áhuga þegar hún lýsir verkefninu: „Gengið er út frá því að til að bæta aðhlynningu, umönnun og meðferð á hjúkrunarheimilum verði að skapa umhverfi sem hvetur til framfara og nýsköpunar, bæði fræðilega séð og í starfi. Eitt hjúkrunar- heimili í hverju sveitarfélagi, sem tekur þátt í verkefninu, er útnefnt kjarnastofnun. Háskólakennarar í hjúkrun og endurhæfingu endurskipuleggja starf sitt þannig að þeir verja hluta af starfstíma sínum inni á þessum hjúkrunar- heimilum. Þar taka þeir þátt í daglegum störfum og gefa ráð ef til þeirra er leitað. Með þátttöku sinni eru þeir í nánum tengslum við dagleg úrlausnarefni sem getur stundum leitt til rannsókna sem síðan leiða til úrbóta. Háskólakennararnir eru jafnframt meiri þátttakendur í starfi á stofnunninni en almennt gerist. Starfsfólkið veit hvar skórinn kreppir og bendir á rannsóknarefni sem háskóla- fólkið hjálpar þeim að vinna úr. Starfsfólkið tekur þannig beinan þátt í rannsóknarferlinu með þekkingu sinni á starfinu og stundum með gagnasöfnun." Þessum nánu samskiptum er ætlað að leiða til aukins skilnings fræðimanna og almennra starfsmanna á störfum og viðfangsefnum hverra annarra. Þannig er vonast til að það skapist andrúmsloft sem stuðlar að framförum sem síðan verði öðrum í öldrunarþjónustu til hvatningar og hug- Ijómunar. í skipulagi verkefnisins hefur hún lagt áherslu á 221 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.