Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 37
Miðlægur AAAi/lAA'ClAiA.lA.iAY Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skilað umsögn um frumvarp um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði til heilbrigðisráðuneyti- sins. Hér á eftir fer útdráttur úr umsögn félags- ins auk þess sem gerð er grein fyrir afstöðu hjúkrunarfræðinga í umræðunni um gagna- grunninn. Gagnagrunnurinn og hjúkrun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er meðal þeirra fjölmörgu sem skilað hafa heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra umsögn um frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Töluverður samhljómur virðist vera í þessum umsögnum. Þó margir telji að ávinningur geti verið af slíkum gagna- grunni er almenn andstaða við ákveðna þætti frumvarp- sins. Hæst ber óánægju með að í frumvarpinu er vikið frá meginreglu um samþykki einstaklinga fyrir þátttöku í lögum um réttindi sjúklinga og þögn látin gilda sem samþykki fyrir því að persónugögn séu færð í gagnagrunninn. Flestir gagnrýna einnig að ekki sé nægilega vel skilgreint hvers konar upplýsingar eiga að fara í gagnagrunninn og hvernig standa á að veitingu rekstrarleyfis og eftirliti með honum. Aðstandendur gagnagrunnsfrumvarpsins hafa látið í veðri vaka að gagnrýni stafi af öfund hagsmunaaðila. í Ijósi þess er ekki úr vegi að skoða hvers vegna miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði skiptir hjúkrunarfræðinga máli og hvaða hagsmuna þeir hafa að gæta í umræðunni um hann. 1. Málsvarar sjúklinga í siðareglum hjúkrunarfræðinga segir m.a.: • Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi. • Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um rétt hans (2.gr). • Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku (3.gr.). • Hjúkrunarfræðingur hefur samráð við skjólstæðing og virðir rétt hans til að taka ákvarðanir um eigin meðferð. Hjúkrunarfræðingur skal stuðla að því að skjólstæðingur geti tekið upplýsta ákvörðun (4.gr.). • Hjúkrunarfræðingur vekur athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda og annarra stjórnenda ganga gegn hags- munum skjólstæðings (5. gr.). • Hjúkrunarfræðingur hefur frumkvæði að og er virkur þátttakandi í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónust- unnar (11. gr.). Af þessu sést að frumvarp eins og það sem nú liggur fyrir um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði varðar hjúkrunarfræðinga. Þeir hafa fyrst og fremst skyldum að gegna við skjólstæðinga sína og af því mótast afstaða þeirra. Samskipti hjúkrunarfræðinga byggð á trúnaði við skjólstæðinga sína eru þungamiðja hjúkrunar. Með því að láta smíði laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði afskipta- lausa væri Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að brjóta siðareglur sínar og ganga þvert á stefnu félagsins í hjúkr- unar- og heilbrigðismálum. 2. Ráðgjafar sjúklinga Hjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra sem fólk leitar ráða hjá þegar það þarf að taka erfiðar ákvarðanir um heilbrigði sitt. Ef miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði verður að veruleika munu hjúkrunarfræðingar vera meðal þeirra heil- brigðisstarfsmanna sem veita upplýsingar um gagna- grunninn og aðstoða fólk við að ákveða hvort það leyfi að upplýsingar um það fari í hann. Mikilvægt er að afstaða hjúkrunar til gagnagrunnsins sé skýr og að hjúkrunar- fræðingar þekki lög um gagnagrunninn og geri sér grein fyrir réttarstöðu fólks gagnvart honum til að geta sinnt þessu upplýsingarhlutverki. 3. Vísindarannsóknir Enn er ekki að fullu Ijóst hvaða upplýsingar verða endan- lega í gagnagrunninum. Rætt er fyrst og fremst um að upplýsingar úr sjúkraskrám, sem hægt er að lýsa með tölum, verði færðar þangað. Hjúkrunarskýrslur eru hluti af 229 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. f998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.