Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 39
taka ákvörðun um þátttöku á grundvelli hlutlausra og greinargóðra upplýsinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að til þess að uppfylla skiiyrði um upplýst samþykki verði að leita sam- þykkis allra einstaklinga um flutning heilsufarsgagna í mið- lægan gagnagrunn. Einfaldasta leiðin til þess væri að gefa fólki kost á að gefa vilja sinn til kynna með merkingu í skattaskýrslu sem síðan yrði færð í þjóðskrá. Skipti einhver um skoðun varðandi þátttöku í miðlægum gagnagrunni, geti hann hvenær sem er tilkynnt breytta afstöðu til Hag- stofu íslands. Ávallt sé hægt með tilkynningu til meðferðar- aðila að óska eftir að tilgreindar upplýsingar verði ekki færðar í miðlægan gagnagrunn. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að fella beri úr frumvarpinu ákvæði um að þrátt fyrir að einstaklingar hafi hafnað því að upplýsingar um þá verði færðar í gagna- grunninn, verði þær færðar í hann fyrir heilbrigðisskýrslu- gerð og aðra tölfræðilega skráningu heilbrigðisyfirvalda. Það er skoðun félagsins að tryggja verði einstaklingi, sem hefur hafnað þátttöku í miðlægum gagnagrunni, að engar upp- lýsingar um hann finnist í gagnagrunninum og að sú afstaða einstaklings gildi áfram eftir andlát hans. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að í 5.gr. þarf að bæta við ákvæði þar sem skilgreint er hvaða heilsufarsgögn verða flutt í þennan miðlæga gagnagrunn. 4. Persónugögn Litið verði á gögnin í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði sem persónugögn og þau meðhöndluð sem slík þar sem ekki verður fullkomlega hægt að tryggja að þau verði ekki persónugreinanleg. Þetta þýðir að lög um söfnun og meðferð persónuupplýsinga gilda um gögnin og að Tölvunefnd hefur eftirlit með meðferð þeirra í gagna- grunninum. Villandi er hvernig hugtökin ópersónutengdar og ópersónugreinanlegar upplýsingar eru notuð í frum- varpinu. Það er Ijóst að þegar upplýsingar eru ópersónu- tengdar á ekki að vera hægt að rekja þær til baka til ákveðinna einstaklinga, en þegar um er að ræða ópersónu- greinanlegar upplýsingar verða þær alltaf rekjanlegar til baka með greiningalykli að dulkóðun. Þessi gagnagrunnur, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir að hann verði, verður með ópersónugreinanlegum gögnum. 5. Eftirlit Allar rannsóknir, rekstraraðila jafnt sem annarra aðila, sem unnar verða úr gögnum miðlægs gagnagrunns fái heimild og verði undir eftirliti Tölvunefndar og Vísindasiðanefndar með sama hætti og allar aðrar vísindarannsóknir sem kreljast aðgangs að persónugögnum og sjúkraskrám. í frumvarpinu er fjallað um hlutverk nefndar um starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. Samkvæmt frumvarpinu á nefndin að hafa mjög víðtækt starfssvið. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að endurskoða þurfi hlutverk nefndarinnar. Veruleg hætta er á hagsmunaárekstrum á milli hlutverka hennar sem umsjónaraðili, eftirlitsaðili og ráðgefandi aðili. Félagið gerir sérstakar athugasemdir við að nefndin hafi umsjón með samningagerð rekstrarleyfis- hafa við heilbrigðisstofnanir/heilbrigðisstarfsmenn, sérstak- lega ef hér er átt við bein afskipti nefndarinnar af samn- ingsgerð. 6. Aðgengi Upplýsingar í gagnagrunni með heilsufarslegum upplýs- ingum eru mjög viðkvæmar fyrir hugsanlegri misnotkun og misbeitingu valds og því eðlilegt að eftirlit með notkun slíkra gagnagrunna sé að mestu í höndum fagaðila. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur því til að afskipti pólitískra aðila takmarkist við veitingu rekstarleyfis að feng- inni umsögn fagaðila (eftirlitsnefndar, Tölvunefndar og Vísindasiðanefndar), svo og að framfylgja beri refsiákvæð- um og öðrum stjórnsýslumálum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur mikilvægt að eftirlit með öllum fyrirspurnum og úrvinnslu úr gagna- grunninum sé fullnægjandi. Gerðar verði sömu kröfur til rannsókna sem gerðar eru á grundvelli gagna miðlægs gagnagrunns og gerðar eru til annarra vísindarannsókna á heilbrigðissviði. 7. Rekstrarleyfi Ekki hafa verið lögð fram fullgild rök fyrir réttmæti einka- ieyfis á rekstri miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Ekki er að fullu Ijóst hvað felst í rekstrarleyfinu og skv. frumvarpinu er ráðherra heimilt að binda það frekari skilyrðum. Það er skoðun Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga að rekstrarleyfi til eins aðila megi ekki fela í sér tak- mörkun á að gerðir verði gagnagrunnar um tiltekna sjúk- dóma og að aðgangur annarra íslenskra vísindamanna að gagnagrunninum sé takmarkaður. 8. Önnur atriði: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að löggjafinn verði að taka af allan vafa um eignarhald sjúkraskráa og nýt- ingarrétt þeirra þar sem núgildandi lög taka ekki á eignar- rétti sjúkraskráa. Eru þær eign sjúklinga? Hvað felur eigna- réttur á sjúkraskrá í sér? Hvað felst í vörsluskyldu heil- brigðisstofnana á sjúkraskrám. Hvernig er nýtingarrétti háttað? Á það er bent að allar lagaheimildir skortir fyrir því að sjúkraskrár látinna einstaklinga verði færðar í gagna- grunninn, eins og greinargerð frumvarpshöfunda greinilega gerir ráð fyrir. Þ.R. tók saman. Umsögn nefndarinnar í heild er hægt að nálgast hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. 1998 231

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.