Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 62
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Ragnheiði Haraldsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. 'BókmtmkÍY' og Kjúkvm Ragnheiður Haraldsdóttir Á þaö hefur oft verið bent hve þær rannsóknaraðferðir, sem efstar eru á baugi í hjúkrunarfræðinni núna, líkjast skáld- sögum. Ekki eru það heldur ný sannindi að læra má mikið í hjúkrunarfræði af lestri góðra bóka; Ijóða, skáldsagna, ævisagna, ferðalýsinga - alls pakkans. Ég á ekki bara við alla praktísku þekkinguna ( ég treysti mér til dæmis vel til þess að framkvæma réttarkrufningar og finna dánarorsök í flóknum málum vegna lesturs allra bóka Patriciu Cornell, það væri óhætt að veita mér starfs- leyfi) heldur hitt, að ein góð bók getur varpað skýrara ijósi á iíðan og skynjun en lestur fjölda faggreina og -rita. Þetta var ég að hugsa um í fyrrinótt þegar ég lagði frá mér skáldsögu Muriel Spark Memento Mori um aldrað fólk, en hana las ég beint í kjölfar bókarinnar Gehe wohin dein herB dich tragt eftir Susan Tamaro. Ég var beinlíriis orðin vön að vera gömul eftir lesturinn og ekkert annað í reynslu minni hefur veitt mér sömu innsýn, ekki heldur samneyti' við gamalt fólk. Ég hef meira að segja verið gömul, frönsk vændiskona um tíma eftir lestur bókarinnar Lífið framundan eftir Romain Gary. Um daginn var ég f flugvél að lesa Útlendinginn eftir Al- bert Camus þar sem sama sagan er sögð tvisvar frá mis- munandi sjónarhorni og skoðaðar spurningar um sekt og sakleysi. Hvað er þessi sektartilfinning og hvaða áhrif hefur hún á breytnina? Sama spurning er upp á teningnum í sögunni Karl Lange í bókinni Síðustu minnisblöð Tómasar F. fyrir almenningssjónir eftir Kjeil Askildsen. Og þessi lest- ur leiðir ósjálfrátt hugann að hinni frábæru bók Hneykslinu eftir Susuko Endo. Hvað er sekt - getur hún verið ein- göngu huglægt ástand? Ástæðulaus sektarkennd er þátt- ur í margs kyns andlegri vanlíðan, vel þekkt t.d. í depres- sion. Vissu þeir það? Og svo þessi sammannlega reynsla; bestu bókmennta- verkin, sem veita mesta innsýn, geta orðið til hvar sem er og fjallað um hvað sem er, en hafa þessa skírskotun til allra, alls staðar. A hundred secret senses eftir Amy Tan fjallar um menningarheima Bandaríkjanna og Kína, en hefði eins getað átt sér stað í stórum dráttum í Reykjavík og á Borgarfirði eystra. Maður einfaldlega þekkir þetta fólk. Áhrif bókanna geta verið mun kröftugri en lestur fjölda fræðigreina og því er svo mikilvægt að þeir, sem eru að læra hið krefjandi fag hjúkrun, nái að opna hugann fyrir slíkum lestri. Sennilega ætti að hafa Engla alheimsins sem skyldulesefni í geðhjúkrun í námsbrautinni. En svo er það líka öfugt, þ.e.a.s. hjúkrunarnámið og starfið dýpkar bæk- urnar og grunnurinn sem fæst í þessu sérstaka fagi veitir góðan grundvöll til bókmenntalesturs og túlkunar. Kannske ætti líka að kenna grunnfög hjúkrunar í bókmenntafræðinni? Þessar vangaveltur eru góðar til að réttlæta fyrir sjálfum sér nauðsyn þess að lesa áfram þótt aðrar skyldur kalli. Maður verður betri fagmanneskja í hjúkrun svo eiginlega er þetta bara hluti af skyldustörfunum I Þannig hugsa ég allavega nú þegar ég hef lestur Hressingarhælisins eftir Manuel Vasques Montalbán. Bókin finnst mér ekki lofa sérstaklega góðu en dvöl á hressingarhæli er nokkuð sem ég hef ekki reynt enn og hefði áreiðanlega gott af... Ragnheiður Haraldsdóttir skorar á Ingibjörgu Pálmadóttur að skrifa næsta Þankastrik. 254 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.