Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 7
einnig breytingar á starfsliði skrifstofu hjúkrunarfræðinga. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, hættir í haust þar sem hún er á leið í framhaldsnám, eru henni þökkuð samskipti á liðnum mán- uðum og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Valgerður Katrín Jónsdóttir úkrun í hundrað ár Mér hefur orðið hugsað til Florence Nightingale að undanförnu. Það eru einkum tvær ástæður fyrir því, önnur er afmælisdagur hennar, 12. maí, sem einnig er alþjóðlegur dagur hjúkrunar- fræðinga og haldinn hátíðlegur á hverju ári um heim allan. Hann var að þessu sinni helgaður hundrað ára afmæli ICN samtakanna sem haldið er hátíðlegt í London um leið og tímaritið berst í hendur lesenda, en það afmæli var einmitt hin ástæðan fyrir því að hugurinn hefur hvarflað til þessarar merku konu. Hver var Florence? Lesendur Tímarits hjúkrunarfræðinga hafa fengið að kynn- ast henni með því að lesa ævisögu hennar eftir Gudrun Simonsen sem birtist hér í tímaritinu í þýðingu Bjargar Einars- dóttur. Florence var barn síns tíma og hennar beið ákveðin staða í þjóðfélaginu. Þegar hugur hennar stóð til þess að sinna sjúkum og hún sagði fjölskyldunni frá því, voru viðbrögðin harkaleg eins og fram kemur í ævisögunni: „Þau höguðu sér nánast eins og þau væru ekki með fullu viti. ÞabbL.sagði að ég væri ofdekr- uð og vanþakklát og ætlaði að fórna lífi mínu á altari fáfengilegra hugsjóna...Þop sagði að ég væri þeim öllum til minnk- unar og hún gæti ekki látið nokkurn mann sjá sig ef hennar eigin systir tæki upp á þvílíkri reginfirru. En mamma var þó verst. Ekki nóg með allt það ógeð- fellda og ósiðlega sem ég myndi verða vitni að á sjúkrahúsi og hún miklaði fyrir sér, heldur ásakaði hún mig einnig um duldar hvatir til að ná sambandi við einhvern lítilmótlegan lækni svo ég fengi uppfyllta „annarlega löngun" mína til að sjá blóð. Þau voru í einu orði sagt band- vitlaus öll saman." (Tímarit hjúkrunar- fræðinga ,1996, bls. 197.) Florence þurfti því að berjast til að fá að sinna hugðarefni sínu, sýndi mikinn styrk og járnvilja og um framlag hennar til heilbrigðismála efast enginn í dag. Þann- ig mótast menn af þeim tímum sem þeir lifa á og baráttumál breytast. Þótt verð- andi hjúkrunarfræðingar þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir því og Florence að fá að fara í hjúkrun þarf nemum að fjölga, þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum til starfa. Þá þurfa hjúkrunarfræðingar að halda vöku sinni til að halda áfram að veita sjúklingum stöðugt betri þjónustu. Lögð hefur verið áhersla á mikilvægt hlut- verk fagdeilda í því sambandi og er ánægjulegt að fá fréttir af starfi þeirra. Eru fagdeildirnar hvattar til að koma upplýs- ingum áfram á framfæri. Á nýafstöðnu fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga urðu heil- miklar mannabreytingar í ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið, nefndum og ráðum. Einna veigamestar eru þó for- mannsskipti, er Ásta Möller hættir eftir farsæla stjórn frá stofnun félagsins. Mig langar að þakka Ástu kærlega samstarfið og bjóða nýjan formann, Herdfsi Sveins- dóttur, sem verið hefur formaður ritnefnd- ar, velkomna til starfa og óska báðum velfarnaðar í nýjum störfum. En það eru HARTMANN IVIcTldllrlQ Vernd fyrir viðkvæma húð '**n ' 'érrtg Crérrje 00 Perle Pess'° mÆ LcA'O"u r "aarod0T^ „..nncOtPota' I LOC\0° swlT> BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 151

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.