Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 9
Dr. Erla Kolbrún Svavarsdottir lektor Ofbeldí í fjölskyldum: Að búa við vanlíðan Ofbeldi í samfélögum er eitt af meginheilbrigðisvandamál- um Vesturlanda nú á dögum (Straus & Gelles, 1990; Wallace, 1996). Mest af bessu ofbeldi á sér stað innan fjöl- skyldna þar sem þolandi ofbeldisins þekkir þann sem beitir ofbeldinu. T.d. er sagt að 85% barna, sem verða fyrir ofbeldi, þekki ofbeldismanninn. Ofbeldi innan fjölskyldna, hefur verið skipt niður í 6 flokka og fer sú skipting eftir því hver þolandi ofbeldisins er, þ.e. maki (sambýlis- maður/kona), barn, systkini, foreldri(ar), aldraður einstak- lingur eða samkynhneigður sambýlismaður(kona) (Friedman, Svavarsdóttir og McCubbin, 1998). Umfjöllun um ofbeldi gegn börnum og ofbeldi gegn maka/sambýlis- konu(manni), hefur margfaldast undanfarin 10 ár. Mikill vöxtur er í rannsóknum á þessu sviði og hefur það leitt til aukins skilnings heilbrigðisstarfsmanna á orsökum sem og afleiðingum ofbeldisverka. Til að sporna við langvarandi afleiðingum ofbeldis hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvatt hjúkrunarfræðinga til að beina í auknum mæli athygli að heilbrigðisþörfum varnarlausra hópa (s.s. einstaklinga sem beittir eru ofbeldi) (World Health Organization, 1991). Með því að beina athygli hjúkrunar- fræðinga að ofbeldi innan fjölskyldna er það von mín að hjúkrunarfræðingar verði meðvitaðri um ofbeldi sem heilbrigðisvandamál okkar tíma og vinni að markvissri forvarnaþjónustu fyrir þessa skjólstæðinga sína. Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi og vanræksla á börnum er mikil ógnun við heil- brigði og vellíðan barna í heiminum. í þessari umræðu eru hugtök á borð við illa meðferð, ofbeldi og vanrækslu á börnum notuð til skiptis og lýsa þau öll flóknu félagslegu fyrirbæri þar sem umönnunaraðili sinnir ekki heilsu og vellíðan barnsins. Giardino (1997) flokkar illa meðferð á börnum í fjóra flokka: a) líkamlegt ofbeldi, b) kynferðislegt ofbeldi, c) andlegt (sálrænt) ofbeldi og d) vanrækslu. Þótt ill meðferð á börnum hafi verið skilgreind á mismunandi hátt í fræðunum, má finna sameiginlega þætti í þessum skilgreiningum, þ.e. að ofbeldi og vanræksla eigi sér stað í tengslum við umönnun barnsins þar sem truflun hefur orðið á vexti, þroska og vellíðan barnsins (Giardino, 1997; Wallace, 1996). Lítið er vitað um tíðni ofbeldis gegn börnum hér á landi. [ Bandaríkjunum er talið að um 2,5% barna upp að 17 ára aldri séu beitt ofbeldi eða vanrækt (Sirotnak, 1994). Af þessum börnum eru u.þ.b. 50% vanrækt, 20% beitt líkamlegu ofbeldi, 11% kynferðislegu ofbeldi, 3% andlegu ofbeldi og í 16% tilfella er ofbeldið óskilgreint. Þó að öll börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi má segja að börn 5 ára eða yngri, fyrirburar og börn með sérþarfir og/eða langvarandi sjúkdóma, séu í meiri hættu en önnur börn að verða fyrir ofbeldi, vegna sérþarfa sinna og vegna þess hve háð þau eru umönnunaraðila sínum (Friedman, Svavarsdóttir og McCubbin, 1998; Giardino, 1997). Líkamlegt ofbeldi gegn börnum hefur verið stundað í mörgum þjóðfélögum til að halda uppi aga, bæði af hendi foreldra/forráðamanna (s.s. rassskellingar) og skólayfir- vaida. Árangur af slíkum uppeldisaðferðum er þó mjög umdeildur, sérstaklega í hinum vestræna heimi þar sem almennt er lögð áhersla á að útskýra fyrir börnunum mun- inn á réttu og röngu, og hvað er leyfilegt og hvað er ekki leyfilegt, frekar en að beita líkamlegum refsingum. Komið hefur í Ijós að foreldrar, sem verða fyrir mikilli streitu, eru einmana, eiga við þunglyndi að stríða, eru kvíðnir, neikvæðir, hafa litla reynslu af að leysa ágreining og eiga við áfengis- og/eða eiturlyfjavandamál að stríða, eru líklegri tii að beita börn sín líkamlegum refsingum en aðrir foreldrar (Friedman, Svavarsdóttir og McCubbin, 1998). Þótt íslendingar séu meðal þeirra þjóða sem hafa bannað líkamlegar refsingar í skóium er lítið vitað um hversu víðtækum líkamlegum refsingum foreldrar beita í agaskyni hér á landi. Árið 1994 dó 1271 barn í Bandaríkjunum vegna ofbeldis eða vanrækslu af hálfu ættingja, en þessi tala er talin allt of lág (Giardino, 1997). Því er ekki vitað með vissu hve mörg börn þjást á ári hverju vegna ofbeldis náins ættingja. Hitt er vitað að vandamálið er til staðar og að hjúkrunarfræðingar eru oft í lykilaðstöðu til að vinna náið með þessum fjölskyldum. Til þess að vinna markvisst forvarnastarf þurfa hjúkrunarfræðingar því að afla sér ákveðinnar þekkingar og að öðlast öðru fremur færni í að vinna með fjölskyldum á þessu sviði. Fátt er eins sársaukafullt og erfitt og að heyra um börn sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Það er því siðferðileg skylda okkar sem heilbrigðisstarfsmanna að taka faglega á slíkum málum. Skv. Friedman og félögum hennar (1998) bregðast börn, sem hafa verið kynferðislega misnotuð, oft við ofbeldinu með því að breyta hegðun sinni. í slíkum tilfellum gera iðulega vart við sig tilfinningar tengdar samviskubiti, skömm, ótta og reiði. Oft versnar 153 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.