Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 18
Einnig þarf að leggja sérstaka áherslu á að þátttakendur
vaði ekki úr einu í annað (Burnside og Haight, 1994). í upp-
hafi ætluðu hjúkrunarfræðingarnir að skiptast á hlutverkum.
Annar ætlaði að ieiða hópinn en hinn að vera ritari og síðan
öfugt. Á fyrsta fundi kom í Ijós að báðir þurftu að vera virkir
og hvetja þátttakendur til að tala. Því fór skráning fram eftir
fundina.
Mælingar og gagnagreining
Mælitæki Rosenberg á sjálfsáliti (Rosenberg’s Self-Esteem
Scale) og mælitæki Becks á þunglyndi (Beck Depression
Inventory) hafa verið notuð við mælingar á árangri upprifj-
unar endurminninga (sjá m.a. Bass og Greger, 1996;
Bramlett og Gueldner, 1993). Þessi mælitæki hafa verið
þýdd á íslensku og stöðluð (mælitæki á sjálfsáliti) og eru
þau notuð með góðfúslegu leyfi viðkomandi aðila2.
Auk þessa var hjúkrunarferli hvers einstaklings notað
þar sem hjúkrunargreiningar og markmið voru skráð og
gæðabundið mat lagt á breytingar á þeim fyrir og eftir
meðferðina. Þessu til viðbótar voru tekin einstaklings-
bundin hálfstöðluð viðtöl við þátttakendur. Áherslur í við-
tölunum voru á hvað viðkomandi var minnisstæðast frá því
að taka þátt í viðtölunum, hvernig honum leið á fundunum
og eftir þá og hvort þátttakan hafi breytt einhverju fyrir
hann sem einstakling. Viðtölin tóku 15 mínútur að meðal-
tali, voru vélrituð orðrétt upp og síðan innihaldsgreind frá
sjónarhorni þematúlkunar (Baxter, 1994).
Af tólf þátttakendum var einungis hægt að leggja
fyrrgreind mælitæki fyrir fimm sjúklinganna bæði á undan
og eftir meðferð. Unnt reyndist að leggja mælitækin fyrir
meðferð fyrir fjóra einstaklinga til viðbótar, alls níu sjúkl-
inga. Jafnframt liggja fyrir mælingar hjá þremur einstakling-
um eingöngu eftir að meðferð lauk, alls átta sjúklingum.
Sjö konur tóku þátt í hálfstöðluðu viðtölunum og fóru þau
öll fram eftir að meðferðinni var lokið.
Niðurstöður
Niðurstöðum er lýst með hliðsjón af rannsóknartilgátum,
mati á markmiðum hjúkrunargreininga og þemum sem
fram komu í viðtölum við þátttakendur.
Þunglyndi
Tilgáta 1, einkenni þunglyndis hjá fólki með langt gengna
langvinna lungnasjúkdóma minnka við þátttöku í reglulegum
fundum þar sem rifjaðar eru upp minningar, var ekki studd.
Þó svo að þunglyndi yrði vægara eftir meðferð en fyrir
reyndist munurinn ekki tölfræðilega marktækur hjá þeim
fimm einstaklingum sem mælingar liggja fyrir um (sjá töflu 1).
2 Rúnar Vilhjálmsson, prófessor hefur þýtt mælitæki Rosenberg um
sjálfsálit og Eiríkur Örn Arnarson, sálfræðingur, hefur þýtt mælitæki
Becks um þunglyndi.
162
Ekkert samband reyndist vera þegar samanburður var gerð-
ur á þátttakendahópnum sem heild fyrir og eftir meðferð.
Fyrir liggja upplýsingar um notkun lyfja sem áhrif hafa á
geðslag hjá sjö af níu þátttakendum fyrir meðferðina. (sjá
töflu 2.) Þar kemur fram að meirihluti þátttakenda notaði
róandi lyf, þunglyndislyf og prednisolon.
Sjálfsálit
Tilgáta 2, sjálfsálit fólks með langt gengna langvinna
lungnasjúkdóma eykst við þátttöku f reglulegum fundum
þar sem rifjaðar eru upp minningar, var ekki studd. Enginn
tölfræðilegur munur var á sjálfsáliti fyrir og eftir meðferð hjá
áðurnefndum fimm einstaklingum (sjá töflu 3). Hins vegar
kom fram tilhneiging til auknins sjálfsálits þegar þátttak-
endahópurinn sem heild var borinn saman fyrir og eftir
meðferð (sjá töflu 3).
Mat á markmiðum hjúkrunargreininga
Hjúkrunargreiningarnar félagsleg einangrun og kvíði voru
þær greiningar sem flestir þátttakenda höfðu. Markmið um
að ná betri tengslum við aðra náðust hjá öllum þátt-
takendum. Markmið þess efnis að minnka kvíða náðust ekki.
Álit þátttakenda á meðferð
í viðtölunum við konurnar sjö komu eftirfarandi þrjú þemu
fram: a) Ánægjulegt og skemmtilegt, b) að líða vel og c)
opnari samskipti, aukin samkennd og viðkynning.
Tafla 1
Samanburður á þunglyndi fyrir og eftir meðferð*
Fyrir meðferð Eftir meðferð
n M SF n M SF t P
Þunglyndi
(paired t-test) 5 19,0 8,94 5 16,0 11,09 2.12 .101
Þunglyndi
(group t-test) 8 18,25 7,56 8 16,38 9,86 .43 .676
*Munur á þessum útreikningum felst í því að sá fyrri felur í sér saman-
burð á mælingum á sömu einstaklingunum fyrir og eftir meðferð. Sá
síðari felur í sér að mælingar á meðferðarhópnum í heild fyrir meðferð
eru bornar saman við mælingar á hópnum í heild eftir meðferð.
Tafla 2
Fjöldi þátttakenda sem notaði lyf sem hafa áhrif á geðslag (n=7)
Tegund lyfja Hlutfall Hundraðshlutfall
Róandi 5/7 71%
Þunglyndislyf 4/7 57%
Önnur geðlyf 1/7 14%
Sterar (prednisolon) 6/7 86%
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999