Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 23
Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur Þvaglekí hjá konum - 'fjAliS AiaÁA'IM.Á[{ HEILBRIGÐ YCKKCt í þessari grein verður fjallað um þvagleka hjá konum. En hvers vegna ekki hjá körlum kann einhver að spyrja? Jú, það hefur sýnt sig að vandamálið er algengara hjá konum og þar sem þessi þáttur í blaðinu fjallar um heilbrigði kvenna er rétt að ræða eingöngu um konur. Þvagleki er: Ósjálfráður þvagmissir sem getur verið það mikill að hann er vandamál fyrir viðkomandi (Fantl o.fl., 1996). Konur á öllum aldri þjást af þvagleka þó að hann verði algengari eftir því sem aldurinn færist yfir. Þvagleki getur valdið andlegum, líkamlegum, félagslegum og fjár- hagslegum vandamálum. Hann getur t.d. valdið vandamál- um í kynlífi og félagslegri einangrun (Brockelhurst, 1993; Dioknio, Brock, Brown og Herzog, 1986; Molander, 1993). Það hefur komið í Ijós að margar konur með þvagleka veigra sér við að ræða vandamál sín eða leita sér hjálpar. Þar af leiðandi leyna þær vandamálinu og reyna að hjálpa sér sjálfar á einhvern hátt og stundum með lélegum árangri (Brockelhurst, 1993). Aftur á móti hefur verið sýnt fram á að í mörgum tilfellum er hægt að ráða bót á þvagleka. En til þess að svo megi verða er mikilvægt að konur leiti sér aðstoðar hjá heilbrigðisstarfssfólki (Fantl o.fl., 1996; Sigurður Halldórsson, Guðrún G. Eggertsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir, 1995). Tíðni þvagleka Tíðni þvagleka meðal kvenna hefur verið könnuð víðs vegar um heim og virðist vera svipuð í hinum ýmsum hlutum heimsins. Þó geta tíðnitölur í sama landi verið mis- jafnar og fara þær eftir því hvernig þvagleki er skilgreindur, aldri þátttakenda og aðferðum við gagnasöfnun í hverri könnun fyrir sig. í Bandaríkjunum hefur tíðnin mælst 10 til 35% á meðal kvenna sem dvelja heima hjá sér. (Fantl o.fl., 1996). Svipaðar tíðnitölur er að finna í Skandinavíu (Sand- vik o.fl., 1993). Kannanir sem hafa verið gerðar hér á landi hafa leitt í Ijós að tíðnin er á bilinu 47,5% til 53%. Ein þessara kannana var gerð á öldrunarstofnunum og reynd- ist tíðnin þar vera 53% (Sólveig Benjamínsdóttir, Anna Birna Jensdóttir og Ársæll Jónsson, 1991). í annarri könn- un, sem var bæði gerð á konum sem dvöldu á hjúkrunar- heimili og konum sem dvöldu í heimahúsum, kom í Ijós að heildartíðni þvagleka var 47,5% og af þeim höfðu 34% þvagleka daglega (Lilja Þ. Björnsdóttir, Reynir T. Geirsson og Þálmi V. Jónsson, 1996). í Öxarfjarðarhéraði var gerð könnun á konum sem voru á aldrinum 20 ára og eldri og kom í Ijós að 56% höfðu þvagleka en 29% af heildarúrtakinu höfðu þvagleka daglega (Sigurður Halldórsson o.fl., 1995). Einnig gerði greinarhöfundur könnun á þvagleka í Egilsstaðalæknishéraði árið 1997 og munu niðurstöður þeirrar könnunar verða birtar innan tíðar. Tegundir þvagleka og orsakir Talað er um nokkrar tegundir þvagleka og fer það eftir einkennum og orsökum lekans í hvaða tegund hann flokk- ast. Hér verður einkum fjallað um þrjár algengustu teg- undir þvagleka hjá konum, þ.e.a.s. áreynsluleka, bráða- leka og blandleka. Flestar rannsóknarniðurstöður benda til þess að áreynsluleki eða blandleki séu þeir algengustu og að bráðaleki sé algengari á meðal eldri en yngri kvenna (Diokno o.fl., 1986; Harrsion og Memel, 1994; Stenberg, Heimer, Ulmsten og Cnattingius, 1996). Áreynsluleki einkennist af ósjálfráðum missi á þvagi þegar þrýstingur verður í kviðarholi við líkamlega áreynslu, eins og við að taka upp hluti, hósta, hnerra eða hlæja. Áreynsluleki verður þegar of mikil hreyfing er á þvagrásinni eða að þvagrás og blöðruháls færast úr stað þegar þrýst- ingur í kviðarholi eykst við áreynslu. Við þessar aðstæður er hringvöðvinn í þvagrásinni ekki fær um að veita nógu mikið viðnám til þess að halda þvaginu í blöðrunni þegar konan reynir á sig. Þetta gerist vegna þess að það hefur slaknað á grindarbotnsvöðvunum. Konur fá oft áreynsluleka í kjölfar skurðaðgerða sem framkvæmdar eru við þvagleka. Einnig getur skortur á estrógeni valdið þessari tegund þvagleka. (Fantl o.fl., 1996; Diokno, 1988). Bráðaleki einkennist af því að konan þarf skyndilega að hafa þvaglát en missir þvag áður en hún nær að komast á salerni. Bráðaleka má í mörgum tilfellum rekja til ósjálfráðra samdrátta í slétta vöðvanum (detrusor) í þvagblöðrunni sem hefur það hlutverk að dragast saman til þess að losna við þvag úr blöðrunni. Þessir ósjálfráðu samdrættir Höfundur, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, iauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1990, Adult Nurse Practitioner og MS-prófi í hjúkrun frá the University of North Carolina at Chapel Hill, Banda- ríkjunum, áríð 1998. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 167

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.