Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 25
Þvagrannsókn er gerð til þess að finna þætti sem tengjast eða geta stuðlað að þvagleka t.d. ef um þvagfærasýkingu er að ræða. Aðrar og sérhæfðari rannsóknir eru gerðar á þeim konum sem ekki er hægt að hjálpa eftir grunnmatið. Þessar rannsóknir eru t.d. á virkni neðri þvagfæra (uro- dynamic tests), speglanir og röntgenmyndatökur (Barker o.fl., 1998; Fantl, o.fl., 1996). Meðferð á þvagleka Meðhöndlun á þvagleka má í grófum dráttum skipta í atferlismeðferð, lyfjameðferð og skurðaðgerðir. Fyrst þarf að kynna fyrir konunni þau úrræði sem eru í boði og hæfa henni. Það ætti að hafa fyrir reglu að byrja á að prófa þá meðferð sem er einföldust fyrir konuna og í mörgum til- fellum er það atferlismeðferð. Dæmi um atferlismeðferð eru reglulegar salernisferðir, blöðruþjálfun og grindarbotns- æfingar (Fantl o.fl., 1996). Markmiðið með reglulegum salernisferðum er að halda konum, sem eru ófærar um að komast á salerni, þurrum. Sá sem annast konuna sér um að hjálpa henni á salernið á 2-4 klst. fresti allan sólar- hringinn. Það hefur sýnt sig að þessi aðferð skilar árangri (Godec, 1994). Blöðruþjálfun er aðallega ráðlögð konum sem hafa bráðaleka og blandleka. Þegar konu er ráðlagt að þjálfa blöðruna er mikilvægt að fræða hana fyrst um lífeðlisfræði grindarbotnsins. Blöðruþjálfun felst í því að kenna konunni aðferðir til að halda í sér þegar hún þarf að hafa þvaglát og hafa þvaglát á ákveðnum tímum og með reglulegu millibili. Fyrst um sinn er tíminn á milli þvagláta 2-3 klst. en síðan er bilið aukið smátt og smátt. Þjálfunin getur tekið marga mánuði en á meðan hún fer fram fær konan reglulega leiðbeiningar og stuðning frá meðferð- araðilanum (Fantl o.fl., 1996). Blöðruþjálfun hefur reynst árangursrík en það er erfitt að beita henni hjá þeim sem eru andlega skertir (Fantl, Wyman, McClish o.fl., 1991). Rannsóknir hafa leitt í Ijós að grindarbotnsæfingar eru árangursríkar fyrir konur með álagsleka (Dougherty, Bishop, Mooney, Gimoty og Williams, 1993; Sigurður G. Halldórsson o.fl., 1995). Þær geta einnig verkað vel með blöðruþjálfun fyrir konur með bráðaleka (Dougherty o.fl., 1991). Þegar grindarbotnsæfingar eru ráðlagðar er mjög mikilvægt að kenna konunni rétta aðferð við að herpa grindarbotnsvöðvana. Ein aðferðin er að finna með fingri í leggöngum hennar hvort hún notar rétta vöðva og segja henni hvort svo sé (Barker, 1998). Önnur aðferð er sú að halda hlut að ákveðinni þyngd í leggöngunum. Einnig gagnast „biofeedback" meðferð við að kenna konum að gera æfingarnar. Grindarbotnsæfingar eru framkvæmdar með því að draga inn eða lyfta upp vöðvum í leggöngum og hringvöðva endaþarmsins. Það þarf að segja konunni að halda hverjum samdrætti í a.m.k. 10 sekúndur og svo að slaka á í jafnlangan tíma. Til þess að árangur náist þarf að gera æfingarnar 30-80 sinnum á dag í a.m.k. 8 vikur (Fantl o.fl., 1996). Ýmis lyf hafa reynst vel við meðferð á þvag- leka en þegar ákveða þarf hvort gefa eigi lyf þarf að vega og meta hversu gagnleg þau eru og aukaverkanir þeirra. „Anti cholinergic" lyf eru gagnleg við þvagleka af völdum ósjálfráðra sam- drátta í blöðrunni. Ein tegund þeirra er oxúbú- týnín (dítrópan) sem verk- ar sennilega á þann hátt að auka vöðvaspennu í hringvöðva blöðrunnar og að auka rúmtak þvag- blöðrunnar. Estrógentöfl- ur eða krem geta gagn- ast konum sem eru komnar yfir tíðahvörf og hafa álagsleka eða bland- leka. Önnur lyf sem hafa gagnast fólki með þvag- leka eru t.d. imipramine (tófraníl) hjá öldruðum og alfa-agonistar við álags- leka (Barker, 1998; Fantl o.fl., 1996). Skurðaðgerð ætti að- eins að framkvæma eftir nákvæmt mat á þvaglek- anum, áhættuþáttum konunnar við að fara í aðgerð og hvort aðgerðin muni skila árangri. Til eru ýmsar tegundir skurðað- gerða bæði við álagsleka og bráðaleka en ekki verður fjallað nánar um þær í þessari grein. Lokaorð Við hjúkrunarfræðingar getum stuðlað að því að konur fái bót á þvagleka sínum. Nú hefur verið komið á fót göngu- deildum fyrir konur þar sem þær hafa tækifæri til að ræða vandamál sín, þ.á.m. þvagieka og önnur þvagfæravanda- mál, og fá mat, greiningu og úrlausnir á þeim. Slíkar deildir eru t.d. á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Á Egilsstöðum er móttaka kvenna og er hún eingöngu ætluð konum með þvagleka. Við móttökuna starfa Ijósmóðir, hjúkrunarfræðingur og iæknir. Ef konan fær ekki bót á þvagleka sínum þar er henni 169 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.