Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 27
„'RöAA 1/tjúkruiAArfrœðíviAA
oa steY,k“
- segir Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Herdís Sveinsdóttir, dósent, er nýsest í stól formanns
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hvernig líkar henni
nýja starfið? „Þetta er spennandi og ég hlakka til að takast
á við þetta starf," svarar hún. Hún segir það hafa komið
sér á óvart hve mikil starfsemi fari fram hjá félaginu og
hversu virkar fag- og svæðisdeildir eru. „Sem sýnir að hér
er ekki eingöngu unnið að kjara- og réttindamálum. Fagleg
málefni skipa mikinn sess, sem og vinna við að móta og
hafa áhrif á stefnu í heilbrigðismálum. Hjúkrunarstéttin er
ein sterkasta heilbrigðisstéttin í dag, er farin að hafa áhrif á
skipulag og stefnumótun heilbrigðisþjónustunnar og ef
stéttin stendur vel saman getur hún áorkað miklu. Kjara-
og réttindamál eru þó að sjálfsögðu áberandi í starfsem-
inni. Hjúkrunarfræðingar leita mikið hingað vegna þeirra
mála og það veit enginn hjúkrunarfræðingur hvenær hann
þarf á aðstoð félagsins að halda. Ég tel að öll vinna, sem
unnin er á vegum félagsins, skipti mjög miklu máli fyrir hinn
almenna félagsmann. Ásta Möller sagði í síðasta tölublaði
að hjúkrunarfræðingar hafi skapað sér rödd. Ég tel að
þessi rödd sé voldug og sterk. Á hana er hlustað."
Herdís lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði vorið 1981. Að
loknu fyrsta námsári tók hún sér hlé í eitt ár og kenndi 13
ára börnum í Breiðholtinu samfara því að sitja tíma í bók-
menntafræði við Háskóla íslands. „Þetta var skemmtilegur
vetur en að hausti ákvað ég að fara aftur í hjúkrun. Ég er
nefnilega vön að Ijúka því sem ég byrja á!“ segir hún
brosandi. Aðspurð hvað hafi valdið því að hjúkrun varð
fyrir valinu, segist hún ekki hafa nærtækar skýringar. Þrjár
föðursystur hennar eru þó hjúkrunarfræðingar og þær eru
fjórar bræðradætur sem hafa lagt hjúkrun fyrir sig. Á
menntaskólaárum vann hún tvö sumar á Kleppsspítala,
var m.a. ein á kvöld- og næturvöktum 16 ára gömul.
Að loknu hjúkrunarnámi fór Herdls aftur í bókmennta-
fræðina. „Las kvennabókmenntir hjá Helgu Kress, full
áhuga á að skoða ímynd hjúkrunarfræðinga eins og hún
birtist í íslenskum bókmenntaritum. Framhald á því verk-
efni bíður þó síns tírna."
Herdís hefur víðtæka reynslu af því að vinna á sjúkra-
húsum, en segist þurfa að bæta vel við þekkingu sína á
starsemi heilsugæslunnar.
Hún er í doktorsnámi við háskólann í Umeá og þar
dvaldi hún ásamt elsta syni sínum í sex mánuði á síðasta
ári, þar sem bæði voru við nám. Doktorsverkefnið fjallar
um fyrirtíðarspennu og eru leiðbeinendur Astrid Norberg,
fyrsti prófesssor I hjúkrun í Svíþjóð, og Torbjörn Báck-
ström, prófessor í kvensjúkdómafræðum. „Býst við að
Ijúka árið 2000, ef gögnin týnast ekki í 2000 vandanum!"
Hún segist alltaf hafa verið ákveðin í að fara í framhalds-
nám, meistaranámið hafi þó frestast þar sem hún varð barns-
hafandi að öðru barni sínu. Doktorsnámið frestaðist einnig
vegna meðgöngu yngsta sonarins, sem nú er fjögurra ára.
Herdís var í framhaldsnámi í hand- og lyflækninga-
hjúkrun í Bandaríkjunum en þar var hún ásamt eiginmanni
sínum, Rolf E. Hansson tannlækni, sem var við nám í
tannholdssjúkdómum. Allt klínískt nám tók hún á kven-
lækningadeild. Hugur hennar stóð til þess að sækja um
stöðu deildarstjóra á kvenlækningadeild Landspítalans
sem var auglýst sumarið sem hún lauk námi. Mál þróuðust
þó þannig að hún sótti um stöðu lektors við námsbrautina.
Ásta Thoroddsen var að fara í nám og enginn til að taka
að sér kennslu í stærsta klíníska námskeiðinu, hjúkrun
sjúklinga á hand- og lyflækningadeildum, eins og nám-
skeiðið hét þá. Herdís hefur starfað við háskólann í 12 ár
og segir árin hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. „Sér-
lega var gaman að vinna með Guðrúnu Marteinsdóttir
fyrsta veturinn, en við unnum saman að rannsóknaverkefni
sem við kynntum í Calgary vorið 1998.“ Herdís varð svo
formaður námsbrautarinnar 1989, en fram að því var
Ingibjörg R. Magnúsdóttir námsbrautarstjóri.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
171