Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 28
„Ingibjörg hafði alltaf lagt áherslu á sjálfstæði námsbraut- arinnar innan Háskólans. Sem ný fræðigrein hafði hjúkrunar- fræðin ekki mikið fræðilegt öryggi né sjálfstraust og við töldum að við þyrftum að byrja á því að skilgreina okkur og sinna eigin uppbyggingu áður en lagt yrði upp í mikið sam- starf og vinnu utan veggja námsbrautarinnar. Sá tími er nú löngu liðinn og núna er námsbrautin fræðilega mjög sterk. Sex hjúkrunarfræðikennarar eru með doktorsnám að baki og þrír í námi. Allt þetta fólk, sem og aðrir kennarar, vinna öflugt starf við kennslu og þróun náms í hjúkrunarfræði." Herdís segist hafa haft hug á að þróa frekar klínískar rannsóknir í samvinnu við hjúkrunarfræðinga að loknu doktorsnámi, en þegar farið var að leita að nýjum formanni og lagt að henni að bjóða sig fram, þá var hún til í að breyta til. Aðspurð um helstu verkefni framundan sem Ásta Möller nefndi í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunar- fræðinga, þ.e, menntunarmál og aukin gæði hjúkrunar, segir hún ýmsa möguleika nú fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem fara í meistaranám, með tilkomu fjarnáms á Akureyri FOSSVOGI Þegar anJlát ber að höndum Útfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi Sími 551 1266 og meistaranáms á vegum námsbrautarinnar, en að einnig sé hægt að Ijúka meistaranámi frá læknadeild. Meiri áhyggjur segist hún hafa af grunnnáminu, námsbrautin sé í fjársvelti og kostnaður vegna klínísks náms vanmetinn. Ef ekki verði hægt að bjóða betri launakjör og vinnuumhverfi sé hætta á að erfitt geti reynst að fá hæfa kennara til starfa og það bitni á kennslu og gæðum hjúkrunar. Varðandi hjúkrunarfræðingaskortinn og fjöldatakmark- anir í námsbrautinni, segir hún alltaf hafa verið vilja hjá námsbrautinni til að leggja niður fjöldatakmarkanir. „Ákvörðun um takmarkanir var upphaflega tekin vegna skorts á námsplássum. Sú forsenda hafði ekki breyst nú í vor en vissulega mun námsbrautin leita allra leiða til að taka á þeim vanda sem hjúkrunarfræðingaskorturinn er að leiða til.“ Herdís hefur mikinn áhuga á viðbótarmenntun hjúkr- unarfræðinga. Hún vill leita leiða til að fjölga styttri nám- skeiðum sem almennum hjúkrunarfræðingum standa til boða. Námskeiðum sem stuðla að því að dýpka klíníska færni. Þá vill hún auka samskipti hjúkrunarfræðinga úti á landsbyggðinni og kanna hvernig félagið geti stuðlað að viðbótarmenntun þeirra. Hún hefur einnig hug á að byggja upp ímynd hjúkrunarfræðinga. „Hjúkrunarfræðimenntun veitir ýmsa möguleika á vinnumarkaði og sú hugmynda- fræði sem hjúkrunarfræðingar hafa á undanförnum árum byggt á varðandi heilsueflingu og fyrirbyggjandi starf hefur haft áhrif innan heilbrigðiskerfisins." Herdís er áhugakona um golf: „Byrjaði sumarið sem næstyngsti sonur minn fæddist, var þá meira og minna á golfvellinum í júlí.“ Fjölskylda hennar stundar golfíþróttina, móðir hennar, sem komin er á áttræðisaldur, spilar golf, „helst alla daga“, og haldið er fjölskyldumót á sumrin á Fróðárvelli en í því taka þátt börn, makar, og barnabörn. Og hún hefur átt sinn þátt í fyrsta gólfmóti hjúkrunar- fræðinga, sem haldið var í júní. Aðspurð um einkaflugmannsprófið, segir Herdís það útrunnið, þar sem hún hafi ekki flogið í mörg ár. „Maður verður lífhræddari eftir því sem maður eignast fleiri börn.“ Herdís segir að hún horfi björtum augum til næstu tveggja ára. Hún er mjög ánægð með samstarfskonur sínar í stjórn, telur að vel hafi til tekist við kosningu á þeim. Starfið felur líka í sér mikil samskipti við hjúkrunarfræðinga og hlakkar hún til þeirra. Hún vill þó endilega koma því á framfæri að hún sé óskaplega ómannglögg, bæði á nöfn og andlit. Þannig rugli hún stundum saman vinum barn- anna sinna, telur deildarkennara vera hjúkrunarnema og öfugt, að ekki sé minnst á að hún heilsar fólki oft eins og hún hafi aldrei séð það skömmu eftir að hafa setið á fámennum sameiginlegum fundi. „Þetta hlýtur að vera litningabundið, því mamma er alveg eins! Vona ég að hjúkrunarfræðingar hafi þolinmæði gagnvart þessum lesti mínum," segir Herdís að lokum. vkj 172 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.