Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 43
European Forum of Nurses. European Forum of Nurses er samstarfsvettvangur evrópskra félaga hjúkrunarfræðinga og evrópskra sérfræði- samtaka hjúkrunarfræðinga. Er stefnt að því að halda áriegt samráðsþing þessara aðila í tengslum við PCN fundi. Með auknu erlendu samstarfi gefast fleiri tækifæri til að koma þekkingu og reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga á framfæri. Félagið sendi að þeiðni ICN lista yfir sérfróða íslenska hjúkrunarfræðinga á ýmsum sviðum sem sam- tökin hafa hugsað sér að leita til eftir atvikum. Einnig hefur stjórn félagsins komið íslenskum hjúkrunarfræðingum á framfæri til fyrirlestrahalds á erlendum ráðstefnum á vegum þeirra samtaka sem félagið á aðild að. Reglur stjórnar félagsins um styrki til fagdeilda félagsins hafa verið til umfjöllunar og endurskoðunar á starfstíma- bilinu. Vegna taps félagsins á árinu 1997 og þess að umsóknir fagdeilda vegna erlends samstarfs voru umfram fjárhagsáætiun árið 1997 var ákveðið að þrengja reglur um úthlutun styrkja til fagdeilda vegna þessa fyrir árið 1998, þannig að hver deild fengi styrk annað hvert ár. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1999 var gert ráð fyrir verulega auknu fé til þessara hluta. Alls sóttu 11 fagdeildir um styrki fyrir árið 1999 vegna erlends samstarfs, vegna norrænna/alþjóðlegra ráðstefna á viðkomandi fagsviði á íslandi eða vegna sérstakra verkefna á vegum fagdeildar. 2. Kjara- og réttindamál Markmið 1: Að kjör hjúkrunarfræðinga taki mið af menntun, sérhæfni og ábyrgð og að þau séu sambærileg við kjör annarra háskólamanna. Fljótlega eftir síðasta fulltrúaþing félagsins, eða 9. júní 1997, var skrifað undir nýjan kjarasamning milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar, St. Franciskusspítala og Reykjalundar hins vegar. Samningar félagsins höfðu verið lausir frá áramótum eða í rúma fimm mánuði og samningaviðræður höfðu staðið frá því í lok nóvember eða í næstum sjö mánuði. Samningurinn gildir frá 1. maí 1997 til 31. október 2000. Helstu atriði nýs kjarasamnings voru eftirfarandi: • Kjarasamningsbundin hækkun launa að lágmarki um 20-22% að meðaltali á samningstímabilinu. • Nýr kafli um vinnutíma sem byggist m.a. á efnisákvæð- um samnings milli BHM, BSRB, ASÍ og fjármálaráðu- neytisins um vinnutíma auk vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins. • Nýtt launakerfi fyrir hjúkrunarfræðinga sem tók gildi 1. febrúar 1998. Áður en ákveðið var að semja um nýtt launakerfi Fundur um kjaramál á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í febrúar 1998. ræddu stjórn og samninganefnd Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga við fjölmarga hópa hjúkrunarfræðinga um kosti og galla hugsanlegs nýs launakerfis. Niðurstaða samninganefndar félagsins af þessum umræðum var sú að það myndi þjóna hagsmunum hjúkrunarfræðinga að fara yfir í nýtt launakerfi. Lögð var áhersla á það í samn- ingaviðræðunum að fá yfirlýsingu atvinnurekenda um það að gerð verði sérstök úttekt á áhrifum nýs launakerfis á launamun karla og kvenna á samningstímanum. Félagið mun ganga eftir því að slík úttekt verði gerð fyrir lok samn- ingstímabilsins. Nýtt launakerfi: Markmið með nýju launakerfi voru meðal annars eftirfar- andi samkvæmt kjarasamningnum: • Að auka sveigjanleika launakerfisins og draga úr miðstýringu í launaákvörðunum. • Skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnana og starfsmanna. • Að hækka hlut dagvinnulauna meðal annars með að minnka vægi sjálfvirkra tilfærslna, svo sem vegna starfsaldurs. • Að fela stofnunum útfærslu og daglega framkvæmd kjarasamninga. Þessu til viðbótar setti Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga sér það markmið að nýtt launakerfi bætti í heild kjör hjúkrunarfræðinga með því að skapa ný tækifæri og nýja möguleika til launahækkana á viðkomandi vinnustöðum. í nýja launakerfinu ráðast laun hjúkrunarfræðinga að stórum hluta á viðkomandi vinnustað og geta því verið mismunandi milli stofnana, deilda og einstaklinga. Félagið hefur nú þegar gert fleiri tugi aðlögunarnefndarsamninga um allt land sem eru jafn misjafnir og þeir eru margir. ( þeim er oftast kveðið á um ákveðna lágmarksröðun starfsheita en síðan eru yfirleitt einnig ákvæði um að meta skuli sérstaklega bæði störf og starfsmenn áður en ákvörðun um launaröðun er tekin. í mörgum samningum hjúkrunar- fræðinga eru ákvæði um að tekið skuli upp svokallað 187 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.