Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 47
hvað varðar ráðningarfestu og ráðningarform. Fram- kvæmd þessara laga hefur verið að þróast og komast í fastara form á undanförnum árum. Fastráðnir hjúkrunar- fræðingar hjá ríkinu hafa yfirleitt ágæta ráðningarfestu. Ráðningarfesta hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá sveitar- félögum og sjálfseignastofnunum er yfirleitt mjög svipuð og hjá hjúkrunarfræðingum í ríkisþjónustu vegna þess að félagið hefur gert um það kjarasamning við fiestar sjálfs- eignastofnanir og sveitarfélög sem hafa hjúkrunarfræðinga í starfi. Ráðningarfesta hjúkrunarfræðinga sem starfa á almennum markaði er hins vegar mun lakari og er yfirleitt í samræmi við það sem gengur og gerist á almennum markaði. 3. Áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar og á lög og reglugerðir Markmið 1 Að skipulag heilbrigðisþjónustunnar taki mið af þörfum þeirra sem þjónustuna nýta með hliðsjón af hagkvæmasta kosti á hverjum tima. Stefna félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, sem samþykkt var á fulltrúaþingi félagsins hefur leitt til þess að stjórn félagsins hefur í auknum mæli getað beitt sér í umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Jafnframt hefur umræða um þessi mál fengið aukið vægi á fundum stjórnar. Á starfstímabilinu hafa eftirfarandi skýrslur og álitsgerðir verið gerðar á vegum stjórnarinnar um stefnumarkandi mál á sviði hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu: Sameining heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa sem eru í starfstengslum. Framtíðarskipan sjúkrahúsmála I Reykjavík. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa. Mannekla I hjúkrun. „Út vil ek. “ Handbók um vinnuvernd fyrir hjúkrunarfræðinga. Jafnframt hélt stjórn félagsins í október 1997 sérstakan fund með stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga til að ræða um geðheilbrigðisþjónustu á íslandi. Stjórn félagsins fjallaði á einum fundi sínum um stefnu félagsins varðandi óhefðbundnar hjúkrunaraðferðir og boðaði hjúkrunarfræðinga með þekkingu á þessu sviði á fund sinn. Á fundinum var ákveðið var að láta þessa umræðu gerjast betur og vinna að stefnu félagsins í þessum efnum. Markmið 2: Að tryggja að viðhorf og hugmyndir hjúkrunarfræðinga hafi áhrif á ákvarðanatöku um heilbrigðismál. Félagið beitti sér með ýmsu móti að því að verja stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. ( Heilsuefling kynnt 12. mai 1998. Ásta Möller setur fulltrúaþing ‘99. tengslum við sameiningu heilsugæslustöðva og sjúkra- húsa á landsbyggðinni ritaði stjórn félagsins meðal annars bréf til stjórna stofnana til að verja stöðu hjúkrunarforstjóra í heilsugæslu. Víða hafa þó stöður hjúkrunarforstjóra þessara tveggja þátta í heilbrigðisþjónustu verið samein- aðar. Jafnframt brást félagið harðlega við drögum að frum- varpi um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna, þar sem meðal annars var vegið að stöðu hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins, en frumvarpið var síðar lagt til hliðar. Sumarið 1998 kynnti heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið drög að frumvarpi um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna sem að mati stjórnar félagsins voru verulega gölluð. Félagið gerði alvarlegar athugasemdir við drögin, meðal annars þann þátt að gert var mögulegt að aðrir en hjúkrunarfræðingar stunduðu sjálfstæð hjúkrunar- störf. Frumvarpið var ekki lagt fram á Alþingi. Við þessar aðstæður taldi stjórn félagsins ekki rétt að sækja að hjúkrunarlög væru tekin til endurskoðunar. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 75. árg. 1999 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.