Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 57
/ þessum pistli geta hjúkrunarfræðingar tjáð sig um allt er lýtur að forvörnum, hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Ingibjörg H. Jakobsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fjaitar hér um forvarnir og fyrirbyggjandi meðferð. Þáttur slökunar í heilsuvernd í umræðu um heilsuvernd á síðustu tuttugu árum hefur athyglinni í vaxandi mæli verið beint að því hvað hver einstaklingur getur gert til að vernda heilsu sína. í þeirri umræðu hefur lengi vel mest borið á hvatningu til að leggja rækt við líkamann, hreyfa sig og neyta hollrar fæðu. í auknum mæli er nú einnig rætt um slökun sem þátt í heilsuvernd. Stundum heyrist fólk tala um hollar matarvenjur og líkams- rækt sem eitthvað sem minnir á meinlæti, ástundað af ótta við sjúkdóma. Aðrir ganga með sjálfsásakanir fyrir að hreyfa sig ekki nóg, borða of mikið eða rangt. Æskilegast væri að hver maður gæti notið þess að hlúa að sjálfum sér. Að krafan um heilbrigði væri eigin krafa um vellíðan, sprottin af jákvæðni gagnvart eigin persónu. Afstaða einstaklingsins til sjálfs sín skiptir miklu máli. Slökun er ástand líkama og huga sem getur orðið að djúpri vellíðan. Hún getur gefið okkur aðgang að jákvæðum tilfinn- ingum, þannig að við finnum betur styrkleika okkar og hæfileika. Við það vex innra öryggi og sjálfsmyndin styrkist. Sem litlum börnum er okkur eðlilegt að slaka á þegar við þreytumst. Með aldrinum verða áreitin og kröfurnar fleiri. Streituvaldandi mótsagnir daglega lífsins eru oft margar. Til dæmis sú togstreita sem getur skapast milli þess sem við viljum sjálf og þeirra væntinga sem aðrir hafa til okkar. Oft er þess krafist að menn haldi áfram þrátt fyrir þreytu hvort sem sú krafa kemur frá viðkomandi sjálfum eða frá umhverfinu. Því getur reynst erfitt í nútímaþjóðfélagi að finna jafnvægi milli virkni og hvíldar og viðhalda jafnframt góðri sjálfsmynd og trú á sjálfum sér. Þegar þreyta safnast fyrir á löngum tíma getur það leitt til vanmáttartilfinningar, jafnvel kvíða og svefnerfið- leikum. Hjá börnum getur þetta jafnvel brotist út sem hegð- unarerfiðleikar. Þetta getur svo þróast áfram í viðvarandi streitu, dapurleika, vonleysi og jafnvel uppgjöf. Að hjálpa börnum að viðhalda þeim eiginleikum að slaka á þegar þreytan færist yfir gæti reynst mikilvægur þáttur í heilsuvernd. í leikskólum virðist þeim þætti vera sinnt með ákveðnum hvíldartíma en þegar komið er í grunnskóla er strax komin krafa um að vinna í lengri lotum án hvíldar. Hjúkrunarfræðingurinn Cynthia Hobbie (1989) hefur skrifað um slökunartækni fyrir börn og unglinga. Hún telur að eitt það besta sem hjúkrunarfræðingar geti gefið börnum og unglingum til að viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði sé að hjálpa þeim að læra leiðir til að slaka á, í þeim tilgangi að fyrirbyggja streitu. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að komast í slök- unarástand. Sá sem ætlar að slaka á beinir athyglinni að ákveðnu viðfangsefni sem gæti verið leiðbeiningartexti um slökun, sjálfstyrkjandi sefjanir, tónlist eða náttúruhljóð af snældu eða geisladiski. Einnig er hægt að þjálfa upp hæfi- leikann til slökunar með því að beina athyglinni að eigin líkama og hugsýnum. Við slökun verða ákveðnar lífeðlisfræðilegar breytingar sem kallaðar eru slökunarsvörun. Tveir hlutar sjálfvirka taugakerfisins, drifkerfi (sympathetic) og sefkerfi (parasympathetic) valda sumum þessara breytinga. Við virkjun drifkerfis minnkar t.d. blóðflæði til meltingarfæra, auk þess sem hjartsláttur, öndunar- tíðni, blóðþrýstingur og vöðvaspenna eykst (Rhodes & Þflanzer, 1996). Aftur á móti við virkjun sefkerfis dregur t.d. úr súrefnis- þörf, öndunartíðni, hjartslætti og vöðvaspennu og blóðþrýst- ingur lækkar. Virkjun sefkerfis auðveldar einnig meltingu, slökun, svefn og endurnýjun orkubirgðanna (Stoyva & Carlson, 1993). Tímabundin virkjun drifkerfisins er mikilvæg til að undirbúa líkamann til að svara nákvæmlega streituvekjandi aðstæðum með því að losa adrenalín út í blóðrásina. Langvarandi losun streituhormóna getur haft skaðleg áhrif sem fela t.d. í sér óeðlilega hækkun blóðþrýstings og minnkaða starfsemi ónæmiskerfisins. Rannsóknir gefa til kynna að slökunarsvörun minnki svörun líkamans við streituhormónum sem skilin eru út j blóðrásina. Aðrar rannsóknir, sem byggjast á beinni skoðun, hafa sýnt fram á að slökunarsvörun getur dregið úr hjart- sláttaróreglu, minnkað sársauka og lækkað blóðþrýsting hjá fólki með of háan blóðþrýsting. Slökunarsvörun er einkennd af minni virkni drifkerfis en aukinni virkni sefkerfis. Þær breytingar skapast af skilyrðingu og slökunarþjálfun og vara lengur en slökunartíminn (Rhodes & Pflanzer, 1996). í venjulegu meðvitundarástandi höfum við tilhneigingu til að bæla eða afneita sterkum tilfinningum og tilfinningalegum sársauka. Flótti undan eigin tilfinningum getur á endanum birtst sem ótti eða kvíði. Ef við hins vegar nýtum okkur slökun breytum við sjálfkrafa meðvitundarástandi okkar. Aukning verður á alfabylgjum í heila sem hafa lægri tíðni en venja er að heilabylgjur hafi í vöku (Rhodes & Pflanzer, 1996). í öryggi slökunarástandsins náum við tengslum við dýpri svið hugans, til undirvitundarinnar og þeirra skapandi þátta sem þar búa. Það getur auðveldað okkur að sættast við fortíðina, takast á við nútíðina á annan hátt og gera breytingar á lífsháttum okkar fyrir framtíðina. Heimildir: Hobbie, C. (1989). Relaxation Techniques for Children and Young People. Journal of Pediatric Health Care, 3 (2), 87. Rhoades, R. & Pflanzer, R. (1996). Human Physiology. New York: Saunders College Publishing. Stoyva, J. M. & Carlson, J. G. (1993). Handbook of Stress. Theoretical and Linical aspects. New York: The Free Press. Ingibjörg H. Jakobsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur í M.S.-námi í heilbrigðisvísindum við Háskóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 75. árg. 1999 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.