Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 58
Ásta Möller kjörin í stjórn ICN, Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga Ásta Möller, sem nýverið lét af störfum sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur verið kjörin í stjórn Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, (International Council of Nurses, ICN). Ásta er fyrst íslenskra hjúkrunar- fræðinga til að taka sæti í 15 manna stjórn samtakanna í 100 ára sögu þeirra. Hún tekur sæti Norðurlanda og Austur-Evrópuþjóða í stjórninni, en Norðmaðurinn Laila Dávöj, sem var áður formaður félags norskra hjúkrunar- fræðinga lét af störfum í stjórn ICN, er hún tók við ráð- herraembætti norsku ríkisstjórninni í mars s.l. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga eru samtök félaga hjúkrunarfræðinga í 118 þjóðlöndum og standa þau fyrir virkri starfsemi sem alþjóðleg hagsmunasamtök hjúkrunar- fræðinga á sviði fag- og stéttarfélagslegra málefna. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga voru stofnuð fyrir réttum eitt hundrað árum og verður haldið upp á afmæli þeirra með hátiðardagskrá og ráðstefnu í Lundúnum 26. júní -1. júlí n.k. Núverandi formaður ICN er danski hjúkrunarfræð- ingurinn Kirsten Stallknecht, sem var formaður danskra hjúkrunarfræðinga um 28 ára skeið. AdiA tfóWÍAlÁlAA- A {trðAÍA^l ÆÉ K / =» c P f ~ ** Félagar úr deild eftirlaunaþega leggja af stað í ferð að Skógum þann 8. júní sl., en þar var snæddur hádegisverður og byggðasafnið skoðað. Þrátt fyrir úrkomu var góða skapið með í ferðinni, mikið sungið og farið með Ijóð, Ingibjörg Gunnarsdóttir flutti t.d. Gunnarshólma við góðar undirtektir! 202 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.