Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 68
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði Heilbrigðisstofnunin Isaflarðarbæ HJÚKRUNARFRÆDINGAR Bráðadeild FSÍ leitar að hjúkrunarfræðingum í fast starf frá 1. september '99, eða eftir samkomulagi. Deildin er 20 rúma blönduð bráðadeild fyrir hand- og lyflækningar sjúklinga á öllum aldri. [ tengslum við bráðadeild er fjögurra rúma fæðingardeild. Umsóknarfrestur er opinn. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri, Hörður Högnason, og deildarstjóri bráðadeildar, Alda Ásgeirsdóttir, í s. 450 4500. LJÓSMÆDUR - AFLEYSINGAR Fæðingardeild FSÍ leitar að Ijósmæðrum til afleysinga á tímabilinu frá 5. júlí til 10. ágúst '99 og frá 6. september til 18. október '99, annaðhvort yfir allt tímabilið eða einhvern hluta þess. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu með gæsluvöktum utan dagvinnu á móti annarri Ijósmóður. Á FSÍ er aðbúnaður til fæðingahjálpar og sængurlegu mjög góður og öll aðstaða til keisaraskurða að sjálfsögðu líka. Umsóknarfrestur er opinn. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Hörður Högnason, í s. 450 4500. SUÆFINGAHJÚKRUNARFRÆOINGAR AFLEYSINGAR Skurðdeild FSÍ leitar að svæfingahjúkrunarfræðingum til afleysinga í ágústmánuði, annaðhvort allan mánuðinn eða einhvern hluta hans. Um er að ræða 60% starf og gæsluvaktir. Vel kemur til greina að vinna allt að 40% að auki á bráðadeild (blandaðri bráðadeild). Umsóknarfrestur er opinn. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Hörður Högnason, í s. 450 4500. k- /J fi nl L fl ~i r~l íi l fl HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, DALVÍK Heilsugæslustöðin Daluík Okkur á Heilsugæslustöðinni á Dalvík vantar hjúkrunarfræðing til starfa frá 1. september. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Heilsugæslustöðin á Dalvík er H2 stöð. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru 2. Þar starfa 2 læknar og Ijósmóðir ásamt öðru starfsliði. íbúar læknishéraðsins teljast um 2.400 manns. Einnig auglýsum við eftir hjúkrunarfræðingi í 50% stöðu til starfa í Hrísey. Allar nánari upplýsingar veitir, Lilja Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma: 466-1500 (vinnus.) og 466-1616 (heimas.). Heílbrígðisstofnunin Siglufírði Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður og til afleysinga. Hafið þið áhuga á fjölbreyttu starfi sem fléttar saman á hæfilegan hátt hin ýmsu svið hjúkrunar, s.s. bráðahjúkrun, öldrunarhjúkrun, krabbameinshjúkrun, hjúkrun hjartasjúklinga o.fl.? Ef svo er hafið samband og/eða komið í heimsókn og kynnið ykkur aðstæður. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, Siglufirði, sími 467-2100, heimasími 467-1417. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Akraness Á lyflækningadeild sjúkrahússins vantar hjúkrunarfræðinga til starfa frá 1. september 1999. Sjúkrahúsið á Akranesi er fjölgreinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólahringinn. Lögð er áhersla á fjölþætta þjónustu á eftirtöldum deildum: Lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðingar- og kvensjúkdómadeild, öldrunardeild, slysamóttaka, skurðdeild, svæfingadeild, röntgendeild, rannsóknadeild, endurhæfingadeild. Starfsmenn SHA taka þátt í menntun heilbrigðisstétta og lögð er áhersla á vísindarannsóknir. Nýjum hjúkrunarfræðingum er boðin aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga á að skoða stofnunina eru velkomnir. Nánari upplýsingar um stöðuna og hin nýju launakjör gefur hjúkrunarforstjóri, Steinunn Sigurðardóttir, í síma 431-2311 og 431-2450 (heima). MORE& MORE A LIFE PH ILOSOPHY 6. apríl opnar More &More verslun í Qæsibæ með spennandi kvenfatnaði í st. 36-44 fyrir konur á öllum aldri Sírni - 588 8050 212 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.