Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 10
þunglyndiseinkenni og mjög mikil streita í foreldrahlutverki
sem eru talin áhættusöm heilsu móður og þroska barns.
Fyrir utan þá þjáningu, sem einkennin valda mæörum,
geta þau átt þátt í seinkun vitsmunaþroska barna og tafiö
fyrir öruggri tengslamyndun (Murray og fl., 1996; Sharp og
fl., 1995; Abidin, 1990; van den Boom, 1988).
Þunglyndi
Tíð þunglyndiseinkenni eru hvorki talin eðlileg afleiðing barn-
eigna né eðlilegur þáttur í sálfélagslegri aðlögun sængur-
kvenna. Lítill hópur þeirra kvenna sem eiga börn, eða ein
kona af hverjum tíu í vestrænum löndum, má þó búast við
að verða þunglyndur innan þriggja mánaða eftir fæðingu
(Wickberg og Hwang, 1997; Cox og fl.,1993; Cooper og fl.,
1988). Sjöunda hver íslensk kona má búast við tíðum
þunglyndiseinkennum á sama tíma, og er það álíka há tíðni
og í öðrum vestrænum löndum (10-15%). Algengi og
alvarleiki þunglyndiseinkenna íslenskra mæðra eru háð
streitu í foreldrahlutverki, óværð ungbarna og félagslegri
stöðu mæðra (Thome, 1998 og 1996). Sýnt hefur verið
fram á að u.þ.b. sex prósent þeirra kvenna, sem verða fyrir
tíðum þunglyndiseinkennum tveimur til þremur mánuðum
eftir barnsburð, eru enn þá með tíð og langvarandi einkenni
sex mánuðum eftir fæðinguna (Thome, 1992 og 1999).
Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendra
rannsókna sem benda til að geðrænir kvillar séu þrisvar
sinnum algengari fyrstu mánuðina eftir fæðingu en á öðrum
tímum ævinnar. Þunglyndi minnkar með tímanum hjá
flestum mæðrum. Þrátt fyrir meðferð á þunglyndi virðist um
það bil þriðjungur mæðra ekki ná bata fyrir sjötta mánuð
(Cox og fl.,1993; Holden og fl., 1989). Komið hefur í Ijós að
konur með langvarandi og/eða endurtekið klínískt þunglyndi
rekja upphaf sjúkdómsins oftar til tímabilsins eftir barnsburð
en til annarra tímabila á frjósemisskeiði. Þunglyndi eftir
barnsburð virðist hafa áhrif á þróun þunglyndis meðal
kvenna og hefur slæm áhrif á samskipti við maka/sambýling
(Boyce, 1994; Cox og fl.,1993). Samband er á milli
langvarandi þunglyndis mæðra og erfiðra félagslegra
aðstæðna þeirra (Hall og fl., 1991). Átta þættir, sem auka
líkur á þunglyndi eftir barnsburð, eru þekktir samkvæmt
niðurstöðum allsherjargreiningar á fjölda rannsókna (meta-
analysis) (Beck, 1996). í rannsókn Becks kemur fram að af
þessum átta þáttum eykur þunglyndi á meðgöngu mest
líkurnar á þunglyndi eftir fæðingu. Nokkuð sterkt samband
er einnig milli eftirfarandi sjö þátta: Streitu í umönnun barna,
lífsstreitu, félagslegs stuðnings, kvíða á meðgöngu,
fæðingardepurðar, samskiptaerfiðleika í sambúð og fyrri
dæma um þunglyndi sem ótengt er barnsburði. Þótt fjöldi
rannsókna með fylgnisniði hafi staðfest samband fjölmargra
þátta við þunglyndi eftir fæðingu, verður ekkert ályktað um
orsakasamband þar sem fylgnistuðlar milli breyta veita
engar upplýsingar um það. Talið er að rannsóknir á sam-
virkni líffræðilegra og sálfélagslegra þátta, þar sem notast er
við annað snið en fýlgnisnið, séu nauðsynlegar til að öðlast
þekkingu á orsökum þunglyndis eftir barnsburð. Greinarhöf-
undur hefur fjallað um hugsanlegar orsakir þunglyndis eftir
barnsburð í annarri grein (Thome, 1992). Þekktar spá-
breytur hafa verið notaðar til að búa til mælitæki, sem átti að
greina hvort þungaðar konur ættu á hættu að verða þung-
lyndar eftir barnsburð (Appleby og fl., 1994). Hvorki tókst
með þessu mælitæki né Edinborgar-þunglyndiskvarðanum
að spá fyrir um hverjar mundu verða þunglyndar eftir
barnsburð. Með Edinborgar-kvarðanum var þó hægt að
segja fyrir um hverjar yrðu ekki þunglyndar. Niðurstöðurnar
staðfesta hins vegar fyrri rannsóknarniðurstöður um tengsl
tveggja þátta við þunglyndi eftir barnsburð (Appleby og fl.,
1994). Þeir eru þunglyndi á meðgöngu og fyrra þunglyndi
ótengt barnsburði. Konur með þessa þætti voru í þrefalt
meiri hættu á að verða þunglyndar eftir barnsburð. Það er í
samræmi við aðrar rannsóknaniðurstöður (Beck, 1996;
Appleby og fl., 1994; Watson og fl. 1984; Garvey og fl.,
1983). Það einkennir þunglyndi eftir barnsburð að sjálfsvíg
og tilraunir til þess eru helmingi færri fyrsta árið eftir
barnsburð en hjá öðrum konum á barneignaskeiði (Appleby,
1991). Þrátt fyrir lága tíðni alvarlegra sjálfsmeiðinga kvenna
eftir fæðingu verða heilbrigðisstéttir að átta sig á því að
hættan er fyrir hendi, sérstaklega á fyrsta mánuði (Appleby
ogTurnbull, 1995).
Streita í foreldrahlutverki
Streita í foreldrahlutverki er talin eðlilegur fylgifiskur þess
að ala upp og annast börn. Flestir foreldrar finna fyrir henni
en í mismiklum mæli eftir aldri barnsins. Mjög mikil streita í
foreldrahlutverki, sem tæp 10% íslenskra mæðra finna
fyrir, er talin áhættusöm fyrir bæði foreldra og börn
(Thome, 1998; Abidin, 1990). Tíð þunglyndiseinkenni
mæðra auka líkurnar á mikilli streitu í foreldrahlutverki og á
aðlögunarerfiðleikum (Thome, 1998; Milgrom og McCloud;
1996; Romito, 1990; Hall og Farel, 1988). Samband
226
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999