Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 13
þriöja mánuði eftir fæðingu. Niðurstöður benda til þess að þremur konum af fjórum hafi enn ekki batnað nægilega á fimmta til sjötta mánuði eftir fæðingu. Ályktað er að van- líðan, sem varir frá öðrum til sjötta mánaðar eftir fæðingu, sé langvarandi. 3. Skýring kvennanna á vanlíðan Algengustu ástæður fyrir vanlíðan voru að mati kvenn- anna eftirfarandi: Fyrri dæmi um þunglyndi (N=7), alvarlegir samskiptaörðugleikar við sína nánustu (N=6), heilsufars- vandamál þeirra sjálfra (N=5) eða einhvers í fjölskyldunni (N=5) og erfiðleikar tengdir ungbarninu og/eða eldri börn- um (N=8). Aðrar ástæður fyrir vanlíðan voru ekki eins algengar (1-4 atriði). í flestum tilvikum voru fleiri en ein ástæða nefnd og í sumum tilvikum voru þær samtengdar. 4. Vitneskja um heilbrigðisþjónustu og aðra aðstoð Eingöngu ein kona af fjórum (N=8) sagðist hafa fengið aðstoð frá aðila úr heilbrigðisstéttum (heimilis-, geð-, barnalækni, hjúkrunarfræðingi) vegna vanlíðanar. Sex töldu að þær hefðu fengið einhverja aðstoð frá öðrum (fjöl- skyldu, vinafólki, presti). Minna en helmingur kvennanna (N=14) hafði því fengið einhverja aðstoð frá fagfólki úr heilbrigðisstéttum eða frá öðrum. 5. Skynjun kvenna á þjónustu heilsugæslustöðva vegna vanlíðanar í upphafi rannsóknarinnar taldi höfundur að íslenskar konur hefðu tíð samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðva fram að þriðja mánuði eftir barnsburð. Því var gengið út frá því að starfsfólkið hlyti að taka eftir konum sem liði mjög illa og veitti þeim viðunandi meðferð. Konurnar voru því spurðar hvort þær hefðu fengið aðstoð á heilsugæslustöð vegna vanlíðanar eða leitað eftir henni. Meira en helmingur (N=19) svaraði neitandi. Því voru konur spurðar um ástæður fyrir því að leita ekki til starfsfólks heilsugæslu- stöðva. Svörin voru flokkuð í fimm flokka sem er lýst hér á eftir með tilvitnunum í viðtölin. Ástæður kvenna fyrir því að leita ekki til heilsu- gæslustöðva og skýringar þeirra: Andleg vandamál tilheyra ekki starfsvettvangi heilsugæslustöðva: „Þær sinna ungbörnum, ekki mæðrum." „Mér finnst þetta ekki vera starfsvettvangur þeirra." „Mér hefði ekki dottið í hug að bera þetta upp við þær.“ Skortur á markvissri greiningu á geðrænum heil- brigðisvandamálum tengdum barnsburði: „Það spurði oft um líðan mína, en maður svarar nú ekki svoleiðis spurningum að ráði.“ „Ég var aldrei spurð um líðan mína.“ „Ég gaf þeim margvísleg skilaboð, en það var ekki neitt gert við það.“ „Það hefði ekki komið til greina að láta þetta í Ijós við þær." „Heimilislæknir hefur reynst okkur sérlega vel, en ég get nú varla borið þetta upp við hann.“ Skortur á faglegri meðferð geðrænna vandamála samkvæmt skynjun kvennanna: „Ég var sett á geðlyf og tók þau ekki; það var ekki sú aðstoð sem ég þurfti að fá.“ „Þær hafa engan tíma til að tala við mann." „Starfsfólkið er mjög almennilegt, en það talaði enginn við mig um vanlíðan mína.“ „Þeir hefðu nú átt að sjá að eitthvað meira og annað var á bak við baslið með brjóstagjöfina hjá mér, en engum virðist hafa dottið það í hug. Allt snerist um að halda brjóstagjöfinni gangandi." Rangtúlkun kvenna á þunglyndiseinkennum: „Ég tel mig vera stundum fúla en ekki þunglynda." „Ég brotnaði niður um daginn og samskipti við barns- feður hafa ekki gengið upp en ég hafði aldrei sett það í samband við þunglyndi." „Ég er undir miklu álagi en ég er ekki þunglynd." Skortur á faglegri fjarlægð milli sjúklings og heil- brigðisstétta: „Starfsfólk hér á heilsugæslustöðinni þekkir mann allt of vel.“ „Ég þyrfti helst að geta komist í bæinn til að þiggja meðferð." „Hér þekkja allir alla - það er ekki hægt að tala við nokkurn mann um svona mál.“ Þessar niðurstöður benda til þess að konur með alvarlega vanlíðan telji þjónustu á heilsugæslustöðvum ekki henta til að fá stuðning til að vinna bug á vanlíðan. 6. Leiðir sem konurnar fundu til að lifa við vanlíðan Konurnar skiptust í þrjá hópa eftir viðhorfum þeirra til þess hvað hjálpaði þeim til að lifa við vanlíðan. Hópur I: Fann leiðir Meira en helmingur (N=19) taldi sig hafa fundið leið sem gat hjálpað þeim til að lifa við ástandið. Meðal leið- anna töldu flestar konur vera vaxandi hæfni í foreldrahlut- verki. Þær töluðu m.a. um að þær réðu betur við foreldra- hlutverkið nú eða að bati hefði orðið á óværð eða vanda- málum barnsins. Vanlíðan kvennanna og bati var því oftast tengd barninu og foreldrahlutverkinu. Einnig voru í þessum flokki konur sem fengið höfðu faglega aðstoð vegna þess að þær höfðu áður orðið þunglyndar eða vegna annarra heilsufarsvandamála. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 229
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.